Sunnudagur, 28. maí 2017
Hugmyndir fyrir umræðuefni
Mér skilst að hið nýstofnaða Framfarafélag leyti nú að einhverju góðu umræðuefni.
Ég er með nokkrar hugmyndir:
Fjölmenningarsamfélagið: Hafa Íslendingar almennt gert sér góða grein fyrir kostum og göllum fjölmenningarsamfélagsins, þar sem hátt hlutfall íbúa er jafnvel andsnúið því samfélagi sem það býr í? Vilji t.d. auka við forréttindi ákveðinna einstaklinga eða hópa á kostnað annarra? Vilji jafnvel banna ákveðnum einstaklingum að gera hluti á grundvelli kynferðis, kynhneigðar eða jafnvel húðlitar?
Hlutverk ríkisins: Það eru ekki allir sammála um hvert hlutverk hins opinbera eigi að vera. Stjórnarskráin gefur ákveðnar leiðbeiningar sem ég held að flestir séu sáttir við, en hvað svo? Það er auðvitað augljóst að ef hið opinbera þjappar á sínar hendur valdi ríkiseinokunar þá er engin leið að velja aðra kosti. Hversu langt á ríkið að ganga í að þjappa völdum saman í sínar hendur? Hvenær á fólk að fá að velja? Hvenær á ríkið t.d. að taka við meðhöndlun líkamlegra meina? Það virðist vera í lagi að hafa samkeppnismarkað fyrir sjóndapra en ekki fyrir mjaðmaveika. Er hægt að leggjar einhverjar línur hér?
Gjaldmiðlamál: Ríkið bannar, beint og óbeint, frjálsa útgáfu peninga á Íslandi. Hefur einhver fært sæmilega rök fyrir því að svo eigi að vera? Hvaða rök eru það? Hvaða mótrök má finna?
Þetta eru bara hugmyndir en vonandi veita þær einhvern innblástur.
Fæddist inn í flokkinn og drepst út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þær koma ekki frá ranni Hr. Sigmundar og eru því ekki tækar.
thin (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.