Getið þið ekki bara hætt að reykja!

Ég heyrði nýlega sögu sem gerðist á íslensku hjúkrunarheimili. Kona nokkur var Alzheimer-veik og gat orðið lítið gert. Hún kunni samt að reykja og naut þess út í ystu æsar að fá far út á svalir og kveikja sér í einni. Þegar dóttir hennar kom í heimsókn ljómaði hún upp því þá fékk hún að komast út á svalir. Hún var deyjandi og heilabiluð en hafði þó þetta til að færa sér gleði.

Hjúkrunarfræðingarnir voru ekki hrifnir af þessu og nenntu aldrei að keyra konunni út á svalir.

GETUR ÞÚ EKKI BARA HÆTT ÞESSU? ... var hreytt í hana. 

Þetta viðhorf gegnsýrir íslenska löggjöf og jafnvel almennt viðmót fólks. Nú hafa menn fundið upp rafrettuna sem er 99% skaðminni en tóbakið og sennilega skaðminni en útiloftið á Miklubrautinni. Rafretturnar hafa alla kosti reykinga og enga af ókostunum. Er þetta ekki frábær tækni? Eigum við ekki að gera hana sem ódýrasta og aðgengilegasta, a.m.k. fyrir sjálfráða einstaklinga?

Nei.

GETIÐ ÞIÐ EKKI BARA HÆTT ÞESSU? ... er hreytt í reykingafólkið.

Greyið konan sem sat deyjandi í hjólastól og var upp á náð og miskunn annarra komin til að njóta seinustu augnablikanna á ævi sinni gat ekkert gert. Hjúkkurnar áttu hana og réðu henni. 

Þurfa sömu örlög að bíða allra annarra líka?


mbl.is Rafrettufrumvarp á úreltum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband