Hótelgeirinn hefđi átt ađ bregđast viđ fyrr

Á Íslandi ríkir mjög flókiđ skattaumhverfi fyrir fyrirtćki, svo flókiđ ađ ráđgjafar úti í bć geta gert sér mat úr ţví ađ kortleggja hvađ fyrirtćki borga í skatt. Ţetta er greinilega svo flókiđ verk ađ til ţess ţarf sérstaka, sérmenntađa og sérţjálfađa starfsmenn.

Í grunninn er eitt virđisaukaskattsţrep en frá ţví eru fjölmargar undanţágur og undantekningar. Á međan einn ađili getur stundađ vátryggingastarfsemi án virđisaukaskattsálags ţarf annar ađili ađ bćta 24% viđ gjaldskrá sína áđur en viđskiptavinurinn fćr reikninginn.

Ferđaţjónustan hefur vissulega notiđ góđs af ţessu og geta byggt sig upp í skjóli lćgri skattheimtu. En hélt hún í alvörunni ađ ţađ gćti gengiđ endalaust? Greinilega, ţví ekki man ég eftir ţví ađ neinn ferđaţjónustuađili hafi sagt neitt til ađ krefjast ţess ađ ađrir gćtu notiđ sömu góđu kjara. Hún kvartađi ţegar gistináttagjaldiđ var sett á, en ţagđi ţegar ađrir voru undir smásjá ríkisins á sama tímabili. 

Enginn úr ferđaţjónustunni hefur sagt eitthvađ í ţessum stíl:

"Stjórnmálamenn, sjáiđ hvađ gengur vel í ferđaţjónustunni! Hún er samkeppnishćf viđ ferđaţjónustu í öđrum ríkjum! Ađ hluta má ţakka ţví hinum lága virđisaukaskatti. Leyfiđ nú öđrum atvinnugreinum ađ njóta sömu kjara! Viđ skulum sitja viđ sama borđ! Ţá geta ađrar greinar líka vaxiđ og dafnađ!"

Nei, ferđaţjónustan sagđi ekki orđ. Núna fćr hún flengingu og mátturinn verđur dreginn úr henni (sérstaklega úti á landi). 

En ferđaţjónustan er ekki ein um ađ misreikna íslenska pólitík, ţar sem skattţrep eru alltaf samrćmd upp á viđ, ađ hćsta mögulega skattţrepi. Nei, tímaritaútgefendur, íţróttahreyfingar, ökukennarar og fasteignaleigur, svo eitthvađ sé nefnt, eru í sama leik. Ţar njóta menn undanţága frá himinháum virđisaukaskatti en ţegja ţunnu hljóđi á međan ferđaţjónustan er sett í bás međ öđrum sem greiđa níđţungan virđisaukaskatt. 

Atvinnulífiđ heldur vissulega úti ýmsum samtökum eins og SA, SI og FA. Ţađan kemur oft ýmislegt gott. Forstjórar fyrirtćkjanna ţurfa samt ađ gera sig sýnilegri og tala út frá daglegum raunveruleika sínum, sem er sá ađ skattar kćfa, svćfa og flćma á brott á međan efnahagslegt svigrúm lađar ađ sér viđskiptavini, viđskipti frá útlöndum og launahćkkanir til starfsfólks.

Nú á ađ slátra ferđaţjónustubeljunni. Hver er nćstur?


mbl.is Hótel verđa rekin međ tapi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Antonsson

Ţađ er ekki rétt hjá ţér ađ ferđaţjónustan láti ekki heyra í sér. Einstaklingar í rekstri er ađ tísta hér og ţar, oftast bak viđ mörg tjöld. Hér er Morgunblađiđ ađ birta frétt úr atvinnulífinu. Lítiđ heyrist frá Saf, samtökum ferđafyrirtćkja, en samtök eru mörg og almennt er veriđ ađ vekja athygli á ađ góđćri í ferđaţjónustu mun ekki standa lengi. Jafnvel ţótt ferđamenn slćđist enn hingađ í miklum mćli. Aukningin er ađallega frá ferđamönnum sem hefur veriđ bannađ ađ fara til USA, Arabaríkja og Rússlands vegna hryđjuverkaógnar. En ađ mestu ađ ţakka fjölgun flugfélaga og stćkkun á flugstöđ.

Forćtisráđherrann hefur ekki rekiđ fyrirtćki sjálfur, heldur ţví fram ađ ekkert muni breytast. Trúlega breytist fylgi flokksins, ţrátt fyrir hrćđsluna viđ "Jóhönnuflokkana" sem voru međ skattahćkkanir mánađarlega." Ríkisstjórnarflokkarnir geta ţá sameinast fyrir kosningar í enn einn miđju flokkinn. Frjálshyggjumenn verđa varla sýnilegir nema hann spretti upp eins og Trump.

Á tveimur árum hefur orđiđ 30% gengissig, launahćkkun um 20% hćkkun, stórfeld hćkkun lífeyrissjóđsgjalda, hćkkun gistináttagjalds, hćkkun virđisauka um meir en 100%.

Sigurđur Antonsson, 26.4.2017 kl. 10:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband