Ekki-frétt

Af hverju telst ţađ til frétta ađ einhverjir einstaklingar séu ađ setja vökva í hylki, hita hann upp og anda ađ sér? Er veriđ ađ reyna hrćra í tilfinningum fólks og biđla til ríkisins um ađ siga lögreglunni á enn fleiri ungmenni sem hafa ekki gert nokkrum manni mein?

Límtúpurnar hafa jú alltaf fundist í hillum allra verslana. Ţćr innihalda efni sem gufar upp og ţá uppgufun má sjúga fast upp í nefiđ á sér til ađ fara í vímu. Á ţađ ţá ađ vera daglega í fréttunum?

Svo er líka hćgt ađ kaupa handspritt og appelsín, blanda saman og drekka til ađ komast í ölvunarástand. Vćri ţá ekki skárra ađ hleypa fólki í venjulegt áfengi? Nei, ţađ er helst í ekki-fréttum ađ afnám ríkiseinokunar á áfengissölu sé slćmt fyrir heilsu ţjóđar!

Nú ţegar hafa ákveđnir stjórnmálamenn lýst ţví yfir ađ rafretturnar eigi ađ gera svo gott sem óađgengilegar og ţannig ađ síđri kosti fyrir ţá sem vilja hćtta ađ reykja tjörublandađan tóbaksreyk. Niđurstađan verđur líklega sú ađ tjörublandađi tóbaksreykurinn verđur áfram fyrir valinu.

Stjórnmálamenn eru líka upp til hópa ákveđnir í ađ halda fíkniefnaframleiđslu, -sölu og -dreifingu í undirheimunum ţar sem finnast hvorki innihaldslýsingar né aldurstakmörk. Um leiđ haldast öll fangelsi full af óhörđnuđum ungmennum sem komast í ţjálfun hjá hörđustu glćpamönnum landsins í götuslagsmálum. 

Blađamenn ţurfa ađeins ađ temja sér sjálfstćđa hugsun og hugleiđa neikvćđ áhrif af öllum ţessum ríkisafskiptum af ţví sem fólk ákveđur ađ setja í eigin líkama. 


mbl.is Kannabisvökvi á rafrettur í umferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ţetta er ljóslega vörukynning.

Verst ég er ekki í ţessu sjálfur... svo ég veit ekkert.  Og gaurinn sem ég ţekki sem er á kafi í ţessu fór eitthvert.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2017 kl. 16:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband