Gott er óskilvirkt þing

Sem betur fer fáum við ekki allt það ríkisvald sem við borgum fyrir. Þessi orð eru eignuð Bandaríkjamanninum Will Rogers og ég er þeim hjartanlega sammála.

Í svipuðum dúr mætti segja: Sem betur fer verðum við ekki veik af öllum bakteríunum sem herja á okkur. 

Óskilvirkni ríkisvaldsins getur verið góð. Hún þarf ekki alltaf að leiða til biðlista, sóunar, gæluverkefna og skrifræðis. Stundum bitnar óskilvirkni hins opinbera á því sjálfu, og það er gott. Við fáum ekki eins mörg lög yfir okkur og annars. Þingmenn ná ekki að banna allt sem þeir vilja. Stjórnsýslan nær ekki að flækjast fyrir öllu sem hún vill. Fyrir vikið verður svigrúm okkar aðeins meira. 

Það þarf enginn að hafa áhyggjur af neikvæðum afleiðingum óskilvirkni á þingi. Hún er betri en hinn möguleikinn - að þingið nái að setja öll þau lög sem það vill. Fórnarkostnaðurinn er að góðum lagabreytingum er líka frestað en þær eru svo fátíðar að þann kostnað má sætta sig við.

Þingmenn, masið að vild! Takið langt sumarfrí, helst fram að jólum! Farið á ráðstefnur erlendis! Skiptið ykkur út fyrir varamenn ykkar í tíma og ótíma! Pantið þykkar skýrslur og nefndarálit sem þið þurfið að eyða löngum tíma í að lesa! Við hin getum þá haldið áfram með líf okkar á meðan. 


mbl.is Níu í fullri vinnu við málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband