Um leið má einkavæða starfsemi þjóðgarðsins

Fjölsóttir ferðamannastaðir verða að hafa fé til að byggja upp aðstöðu. Um leið eiga bara þeir að borga sem nota. Það er því augljóst að bein gjaldtaka fyrir þjónustu eða aðgengi er réttlátasta leiðin til að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða.

Lögin virðast hins vegar standa í vegi fyrir þess konar fyrirkomulagi víða. Vonandi er verið að laga það.

Vatnajökulsþjóðgarður á auðvitað að geta rukkað fyrir aðgang ferðamanna. Hins vegar er það ekki nóg. Þjóðgarðurinn er á fjárlögum. Mér sýnist hann hafa fengið um 10 milljónir á seinasti ári til framkvæmda. Honum tengjast svo einhver starfsgildi sem falla undir aðra liði fjárlaga. Þetta fé má spara skattgreiðendum og láta þjóðgarðinn í staðinn standa undir sér sjálfur með ýmsum gjöldum á gesti hans og aðra nýtingu á landi hans. Helst ætti svo að stefna að sölu þjóðgarðsins eins og hann leggur sig og koma honum alveg út úr krumlum ríkisins. Þá þyrftu þingmenn ekki að eyða tíma sínum og fé annarra í að ræða rekstur hans.

Margir eru sammála um að ríkið eigi að reka löggæslu, heilbrigðisþjónustu og vegakerfi svo eitthvað sé nefnt. En síðan hvenær var það hlutverk ríkisins að sjá um landspildur eins og einhvers konar ríkisrekin garðyrkjuþjónusta? Stjórnarskráin er a.m.k. afskaplega þögul hvað það varðar.


mbl.is Rafræn rukkun í þjóðgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband