Auđvelt er fé annarra ađ eyđa

Margir góđir málshćttir eru til á íslenskri tungu, en eitthvađ vantar ţó upp á, sérstaklega í samhengi stjórnmála.

Hér er lítiđ framlag frá mér til ađ bćta upp fyrir ţennan skort.

Auđvelt er fé annarra ađ eyđa.

Ţessi útskýrir sig vćntanlega sjálfur. Stjórnmálamenn taka fé annarra og eyđa ţví, gjarnan í einhverja vitleysu. Ríkisreksturinn er í eđli sínu óseđjandi og í hann má alltaf henda meira fé án ţess ađ vandamálin leysist. Ţetta reynist stjórnmálamönnum auđvelt.

Stundum skal samkeppni stunda, í öđru skal einokun iđka.

Margir stjórnmálamenn tala oft um ađ samkeppni sé góđ og nauđsynleg. Ríkiđ rekur meira ađ segja heilu báknin sem eiga ađ tryggja aukna samkeppni. Í öđru er ríkiseinokun samt talin besta fyrirkomulagiđ. Ţá gufa öll rökin fyrir samkeppninni upp eđa ţau eru heimfćrđ upp á einokunina í stađinn. Menn eiga ađ keppa í verđi á dekkjaskiptum en ţegar mađur verđur lasinn á bara einn ađili ađ sjá um međhöndlunina, og verđmiđinn skiptir ţá engu máli. 

Gerđu ţađ sem ég segi, ekki ţađ sem ég geri.

Ţetta er sennilega eftirlćtismálsháttur stjórnmálamanna, enda er hann ekki frumsaminn af mér. Stjórnmálamenn tala á ţingi og í ráđhúsum fyrir eyđslu, útţenslu hins opinbera og ţví ađ taka lán til ađ greiđa niđur skuldir. Ţegar heim er komiđ tekur samt viđ röggsamlegt heimilisbókhald ţar sem útgjöldin eru stillt af, skuldir greiddar niđur og verkefnum forgangsrađađ. 

Loforđ sem lokkar skal fyrir vinsćldum víkja.

Ţetta könnumst viđ vel viđ. Stjórnmálamenn lofa öllu fögru, tala út frá hugsjón og slá sér á bringu í kosningum. Svo birtist skođanakönnun sem sýnir dalandi vinsćldir. Ţá er loforđunum hent út um gluggann og stefnunni breytt.

Úr smáum skinnum má smíđa stóra trommu.

Hver kannast ekki viđ stjórnmálamanninn sem tekur eitthvert smámáliđ upp á arma sína og blćs sig til riddara? Nćrtćkt dćmi er áfengisfrumvarpiđ, ţar sem fćra á fyrirkomulag smásölu á áfengi í átt ađ vestrćnum fyrirmyndum. Í stađ ţess ađ leyfa ţví máli ađ komast í atkvćđagreiđslu á ţingi skal ţví slegiđ upp sem einhvers konar plága sem bíđur ţess ađ herja á sálir og líkama saklausra borgaranna. Ţingmađurinn kemst í fjölmiđlana og fćr mikla athygli međ miklum trommuslćtti fyrir ađ tala gegn hinu vonda máli, sem er samt frekar smávćgilegt og ćtti ađ fá hrađa međferđ svo kjósendur geti séđ afstöđu kjörinna fulltrúa. 

Geta lesendur stungiđ upp á fleiri málsháttum fyrir okkar ágćtu stjórnmálamenn?


mbl.is „Api er api ţótt af sé halinn“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband