Hćgristjórnin sem hćkkađi skatta (blađagrein)

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblađinu í dag. 

Hćgristjórnin sem hćkkađi skatta

Menn segja ađ hćgristjórn sé viđ völd á Íslandi. Stjórnin ćtlar jú ađ lćkka skatta, greiđa niđur skuldir og af mikilli náđ og miskunn leyfa einkaađilum ađ starfa á fleiri sviđum. Ţótt sumt af ţessu eigi viđ er samt óhćtt ađ segja ađ skrefin í frelsisátt séu hćnuskref á međan skrefin í helsisátt séu stćrri.

Nýleg dćmi má nefna. Tilkynnt hefur veriđ ađ sumir sem greiđa lág ţrep virđisaukaskatts eigi nú ađ greiđa há ţrep. Ţetta er skattahćkkun, og í mörgum tilvikum umtalsverđ. Ţví er ađ vísu lofađ ađ hiđ háa ţrep verđi lćkkađ, en bara eftir langan tíma og mjög lítiđ. Eftir stendur ađ lágt ţrep varđ hátt. Nćr hefđi veriđ ađ fćra hin háu ţrep ađ ţeim lágu ef hćgristjórnin ćtlađi sér ađ standa undir nafni.

Annađ dćmi snýr ađ ţyngra og kostnađarsama regluverki fyrir fyrirtćki, međ tilheyrandi verđhćkkunum, óhagrćđi og skrifrćđi. Nafn regluverksins er vissulega hljómfagurt í eyrum einhverra - „jafnlaunavottun“ - en allir vita ađ hér eru stjórnmálamenn ađ skreyta sig á kostnađ almennings. Enginn verđur betur settur nema embćttismenn, en ţeir fitna ţegar ađrir horast.

Enn eitt dćmiđ er umrćđa um vegatolla á ţjóđvegum sem liggja til höfuđborgarsvćđisins. Ofan á eldsneytis- og bifreiđagjöldin, sem renna ekki nema ađ hluta til vegaframkvćmda- og viđhalds, á ađ bćta tollum. Ríkisvaldinu vćri nćr ađ gefast upp og selja ţjóđvegina til einkaađila. Ţeir munu stilla af frambođ og eftirspurn í gegnum hćfilega verđlagningu og um leiđ tryggja ađ nýir viđskiptavinir geti notiđ góđra vega. Ţess í stađ ákveđur ríkiđ ađ bćta tollum ofan á skatta. Epliđ skal borgađ ţrisvar áđur en neytandinn fćr ađ taka bita.

Loks má nefna andstöđu yfirvalda viđ ţađ ađ fleiri en hiđ opinbera heilbrigđiskerfi á Íslandi og ţjónustuađilar heilbrigđisţjónustu erlendis fái ađ hýsa og sjá um íslenska sjúklinga. Ríkiđ vill frekar senda sjúklinga út á gang myglađra spítala eđa út úr landi í flugvél en hleypa ţeim í sjúkrarúm í eigu einkaađila á Íslandi. Hugsjónin stendur í vegi fyrir velferđ sjúklinga, og skattgreiđendur eru látnir fjármagna hana.

Hćgristjórn segja menn. Dćmin segja ađra sögu. Ef ćtlun stjórnarliđa er ađ ađgreina sig frá stjórnarandstöđunni viđ nćstu kosningar er ljóst ađ ţeir ţurfa ađ hugsa sinn gang. Hvers vegna ćttu kjósendur ađ kjósa vinstrimenn í fötum hćgrimanna ţegar ţeim stendur til bođa ađ kjósa vinstrimenn í sínum eigin klćđum?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband