Sunnudagur, 2. apríl 2017
Hægristjórnin hækkar skatta
Ekki veit ég hvað stjórnvöld eru að hugsa núna. Þau hafa ákveðið að hækka skatta. Þetta er að vísu ekki tilkynnt með þeim hætti. Talað er um að samræma skattþrep. Lágt þrep virðisaukaskatts er hækkað upp í hátt þrep, og löngu seinna á að lækka hið háa skattþrep. Niðurstaðan er samt sú að skattar hækka.
Skynsamlegra hefði verið að lækka hið háa skattþrep að hinu lága. Best hefði svo verið að afnema skattinn með öllu - öll þrep sett niður í 0%. En nei, það er ekki í tísku í dag. Þá hefðu einhverjir kvartað líka, t.d. þeir sem eru skattlagðir með annarri tegund skatta. Þá skatta hefði þá bara átt að lækka líka eða fella úr gildi. Og svona koll af kolli þar til allir skattar hafa lækkað umtalsvert.
En þarf ríkið ekki að afla mikilla skatttekna til að geta staðið undir öllum verkefnum sínum? Jú, en þeim verkefnum má fækka. Ríkisvaldið gerir ekkert sem það hrifsaði ekki til sín frá einkaaðilum, nema jú allt þetta ónauðsynlega sem engin þörf er á. Ríkisvaldið þarf ekki að mæla heyrn frekar en sjón. Ríkið þarf ekki að sjúkratryggja frekar en kaskótryggja bíla. Ríkisvaldið á að skila sem flestum af verkefnum sínum í ríkiseinokun til hins frjálsa markaðar og leyfa fleirum en gosdrykkjaþömburum og sjónskertum að njóta ávaxta samkeppnismarkaðar einkaaðila.
Ekki veit ég hvað ríkisstjórnin ætlar að gera til að aðskilja sig frá vinstrimönnum í huga kjósenda, en skattahækkanir eru ekki góð leið til þess.
![]() |
Gisting gæti hækkað um 10,4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, mér þykir samt fínt að það eigi að hætta að niðurgreiða ferðaþjónustu, bílaleigu, ofl.
Arnþór Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2017 kl. 10:03
Að eitthvað sé lægra skattlagt en annað fellur varla undir "niðurgreiðslu", nema þú kallir það niðurgreiðslu fyrir sjálfan þig að nágranninn þinn var rændur um nóttina en ekki þú. En einfalt skattkerfi og gengsætt er gott fyrir alla, þ.e. á meðan skattar eru einfaldaðir í átt til lækkunar.
Geir Ágústsson, 2.4.2017 kl. 16:56
Geir það er niðurgreiðsla þegar ferðaþjónustan greiðir lítið sem ekkert til samfélagsins (vegna undanskota frá skatti og svartrar starfsemi) en svo eru innviðir þjóðfélagsins nýttir til fulls af viðskiptavinum ferðaþjónustunnar, löggæsla, heilbrigðisþjónusta, samgöngur, sundstaðir og fleira, án þess að nokkuð sé greitt fyrir. Skattar almennings fara í að niðurgreiða allt saman og svo er vælt ef á að fara að setja hærri VSK á dæmið. Ég segi bara TÍMI TIL KOMINN fyrst ekki hefur náðst samstaða um gjaldtöku á ferðamenn af neinu tagi.
Jóhann Elíasson, 3.4.2017 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.