Ríkisheimspekin í alla skóla!

Nú er búið að stinga upp á því á Alþingi að gera heimspeki að skyldufagi. Gott og vel, heimspeki er hverjum manni holl og kennir manni margt. En svo segir:

Mik­il­vægt er að styrkja ábyrgðar­kennd nem­enda gagn­vart sam­fé­lag­inu og stuðla jafn­framt að gagn­rýn­inni hugs­un sem er ein meg­in­for­senda þess að borg­ar­ar geti verið virk­ir þátt­tak­end­ur í lýðræðis­sam­fé­lagi.

Er þetta heimspeki? Nei. Hér er ekki orði minnst á að efla rökhugsun og setja hluti í mismunandi samhengi. Hér er verið að boða siðfræði - ákveðna tegund af siðfræði - ríkisheimspekina!

Það er ekki bæði hægt að styrkja "ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu" og "stuðla að gagnrýninni hugsun". Annaðhvort á að heilaþvo krakkana, eða ekki. Og ef ekki þá á ekki að predika hver ber ábyrgð á hverjum og hvað þá "samfélaginu". Er ekki nóg að bera ábyrgð á sjálfum sér? Fjölskyldu sinni? Vinum? Hver er þessi "samfélag"? Er gagnrýnin hugsun ekki fokin út um gluggann núna?

Nei, þá er betra að sleppa þessu alveg.

Ef menn vilja breyta ríkisnámskránni mætti í staðinn innleiða hagfræðikennslu í skólana, fjármálalæsi og gagnrýnið hugarfar gagnvart viðteknum söguskoðunum, fullyrðingum í dægurmálaumræðunni og valdhöfum. 


mbl.is Heimspeki verði skyldufag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er arfavitlaus hugmynd hjá Pírötum. Heimspeki á ekki heima í grunnskólum né mennta-/fjölbrautarskólum. Það þarf að styrkja raunfög og tungumálakennslu í grunnskólum, en auk þess styrkja menntun (þekkingu) grunnskólakennara. Fyrir mörgum árum var komið á fagi sem var kallað Lífsleikni sem hefur sýnt sig að vera tímasóun því að það var hvorki fugl né fiskur og tók tíma á kostnað annarra faga.

Varðandi fjármálalæsi, þá er það góð hugmynd. Hins vegar álít ég, að það sé of snemmt að kenna það í grunnskólunum, en gjarnan á fyrsta ári í menntaskólum, þ.e.a.s. tímanlega áður en krakkarnir verða fjárráða.

Aztec, 1.4.2017 kl. 14:54

2 identicon

Það á að leggja niður skólakerfið í heild sinni. Að skylda börn til að sækja skóla er ekkert annað en ofbeldi gagnvart börnum.

https://www.facebook.com/jeffreytucker.official/photos/a.593078180731159.1073741825.466540190051626/1203130183059286

RS (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 17:46

3 identicon

"Children have rights and that includes the right to make money rather than being forced into government holding pens called schools. They have every right to realize their value and get a real education through the commercial marketplace. Right now, their rights are systematically violated by wicked adults who devalue them and deny them a chance to discover talents and prepare for adulthood. The adults LIE to them and say "if you just get your many degrees you will be fine," but they turn out NOT fine at all. They turn out to be talentless people with pieces of paper no one cares about, whereas they could already be amazing by the age of 16 if only they were permitted to make money in the commercial marketplace. They discover the lie and then despair and have to scramble hard just to get caught up. The BEST years of their lives are destroyed by sitting at desks listening to some loser drone on instead of doing truly fun and rewarding things serving others and making money doing it. So, yes, up with child labor -- or, more specifically, up with the universal right to work."

RS (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 17:47

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er þetta aprílgabb???????

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.4.2017 kl. 18:34

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Tómas,

Hér er skrifað út frá frétt þar sem á að gera breytingar sem eiga að stuðla að gagnrýninni hugsun. Hér kemur ýmislegt fram sem mætti flokka undir gagnrýna hugsun. Þú kallar það þá aprílgabb. Það er því ekki skrýtið að margir sakni gagnrýninnar hugsunar, þegar viðhorfið til hennar er svona. 

Geir Ágústsson, 2.4.2017 kl. 08:40

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er viðbúið að menntun eins og við höfum vanist því að líta til hennar muni taka stórkostlegum breytingum á allranæstu árum.

Í Danmörku flýja þeir sem geta með börn sín út úr opinbera skólakerfinu. 

Í Bandaríkjunum velja margir foreldrar nú að kenna börnum sínum sjálf frekar en að treysta á skólakerfi sem vanrækir bæði þá bestu og þá verstu og um leið þá í miðjunni. 

Aðgengi að námsefni bæði til kennslu og sjálfsnáms vex gríðarlega og nær til allra skólastiga. 

Svo já, gagnrýnin hugsun en ekki bara innan skólakerfisins heldur á skólakerfið í heild sinni - það er orðið tímabært!

Geir Ágústsson, 2.4.2017 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband