Forgangsmál að ríkið komi sér úr veginum

Ríkisvaldið tekur hlutverk sitt í uppbyggingu vegakerfis og innviða alvarlega. Þó yfirsést því að helsta framlag þess er að standa í veginum fyrir einkaaðilum. Það er gott og vel að áætlanir séu settar saman, þær settar á fjárlög og þeim síðan fylgt eftir. Öðrum er bara fórnað í staðinn og eina úrræði fórnarlambanna er að væla í fjölmiðlum.

Ef fyrirkomulag vegalagningar væri aðeins frjálsara þyrfti ekki að mjólka eldsneytis- og bílasölu til að standa undir risastóru einokunarbatteríi sem enginn er fyllilega sáttur við en allir eru skyldaðir til að vera aðilar að.

Þeir sem vildu leggja veg gætu gert það og á einfaldan hátt rukkað fyrir aðgengið, þar sem verðlagið væri e.t.v. breytilegt eftir árstíma, tíma sólarhrings eða tegund dekkja og þyngd bifreiðar og jafnvel fjölda farþega í ökutæki. Vegamál væru ekki pólitískt þrætuepli frekar en flísalagning á einkalóðum eða viðhald vega á sumarhúsasvæðum eða tröppusmíði við Kerið eða stækkun baðaðstöðu við Bláa lónið. Þar sem er eftirspurn eftir einhverju úrræði myndast framboð. Málið leyst.

Nú þegar búið er að setja upp einhverja tölvuskjái og skilti við fjörur hlýtur næsta verkefni hins opinbera að vera það að koma sér úr veginum. 


mbl.is Saxast heldur á forgangsverkefnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband