Er samkeppni þá allt í einu .... slæm?

Íslendingar kvarta gjarnan undan skorti á samkeppni. Þeir segja t.d. að Bónus og Krónan séu ekki í samkeppni í raun - þarna séu bara tvö stór fyrirtæki búin að skipta markaðinum á milli sín. Eins er kvartað undan því að bensínverð sé svipað á öllum bensínstöðvum, að hjólbarðaverkstæði stundi okur, að MS stundi einræðistilburði gagnvart smærri keppinautum og svona má lengi telja. Þó er hægt að stofna til samkeppnisreksturs og reyna geta betur ef menn sjá fram á að það sé ábatasamt um leið og hægt er að bjóða betra verð.

En svo snýst talið að menntun og heilbrigðisþjónustu. Hérna má alls ekki tala um samkeppni. Þvert á móti telja flestir að ríkiseinokun sé hér eina fyrirkomulagið sem tryggi gæði og þjónustu og gott aðgengi (að sjúkrarúmum á göngum spítala). Verðmiðinn skiptir þá engu máli. Aukum framlögin til rekstursins, sama hvað! Læknar og hjúkrunarfræðingar kunna ekki að stunda samkeppnisrekstur. Þá fara þeir bara alveg í kleinu og hættan er svo auðvitað sú að þeir geti rekið starfsemi sína með hagnaði, "græði á eymd sjúklinga" og þar fram eftir götunum.

Svo já, íslenska þjóðarsálin er hér klofin á geði. 

Kannski væri ráð að innleiða svolitla hagfræðikennslu í skólakerfið? Því staðreyndin er jú sú að einokun er slæm alls staðar, og samkeppni eða möguleiki á samkeppni góð alls staðar. 


mbl.is Stefnir ekki að einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband