Næsta skref: Koma ríkinu alveg út úr framleiðslu peninga

Nú eru fjármagnshöftin loksins liðin tíð. Þessu má nánast líkja við kraftaverk enda endast fáir hlutir jafnlengi og tímabundin höft (og tímabundnir skattar). Fögnum þessu!

Næsta skref er svo að koma ríkisvaldinu alveg út úr framleiðslu peninga. Þá meina ég að ríkið leggi niður seðlabankann og leyfi einkaaðilum að nota hvaða gjaldmiðla sem þeir vilja og jafnvel stofna til nýrra. Markaðslögmálin eiga að fá að ráða hérna. Frjálsir peningar geta ekki keppt í ríkisábyrgð heldur þurfa þeir að keppa í trausti. Líklega munu nýjir gjaldmiðlar því vera með einhvers konar akkeri eins og gull eða silfur til að auka traust á þá. 

Nú er búið að stofna einhverja nefnd sem á að vinna að því "að draga úr þeim miklu sveifl­um sem verið hafa á gengi krón­unn­ar". Ekki hljómar þetta mjög lofandi en hver veit, kannski dettur nefndarmönnum í hug að setja íslensku krónuna á gullfót og gera hana að traustasta gjaldmiðli í heimi. Næsta skref er svo að koma ríkisvaldinu úr myndinni. Það má vona!


mbl.is Auðvelt að vera vitur eftir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband