Meira svona!

Margir veðja á að Íslandi haldi áfram að vera vinsæll áfangastaður ferðamanna á næstu árum. Sumir trúa ekki á það og hafa sennilega mörg góð rök fyrir því. Aðrir trúa hins svo mikið á Ísland sem ferðamannastað að þeir eru tilbúnir að fjárfesta í þeirri trú.

Einkaaðilar reisa hótel, gistiheimili, veitingastaði og verslanir eins og enginn sé morgundagurinn. Þeir eru líka að kaupa land og byggja á því. Þetta er gott. Þeir sem óttast að um blöðru sé að ræða sem springi á næstu árum þurfa ekkert að óttast því hér eru einkaaðilar að hætta eigin fé en ekki annarra. Fari svo að fjárfestingar þeirra ganga ekki upp má alltaf selja eigur, rífa hús eða innrétta upp á nýtt.

Hugsið ykkur ef íslenska ríkið fengi allt í einu tröllatrú á hótelrekstri. Stjórnmálamenn með dollaramerki í augunum myndu heimta að ríkisvaldið ausi fé í ferðamannaiðnaðinn og búast við að það nái að græða fúlgur. Fé skattgreiðenda er lagt undir í stórum stíl, hús rísa, vegir eru lagðir og allir hafa trú á verkefninu. En svo kemur hikstri. Stjórnmálamenn sem eyddu fé annarra sleppa við allar afleiðingar. Skattgreiðendur sitja uppi með reikninginn.

Ríkisvaldið veitti ætlaða ábyrgð á innistæðum banka og sú ábyrgð lenti á skattgreiðendum. Ríkisvaldið ræðst á hagsmuni og verðmætar eignir bænda með því að heimila fiskeldi á iðnaðarmælikvarða við strendur landsins. Ríkisvaldið hefur prófað sig áfram í loðdýrarækt, fasteignarekstri og mörgu fleira. Yfirleitt hefur einhver kórinn hrópað að þetta sé gott - ríkisvaldið eigi og megi stunda atvinnurekstur. En látum ekki blekkjast. Þegar hið opinbera dælir fé annarra inn í einhverja framkvæmd, og lætur möppudýr frá hinu opinbera um að hafa umsjón með öllu, þá er verið að veðsetja hinn almenna skattgreiðenda sem getur sér enga björg veitt ef og þegar illa fer. Og yfirleitt fer illa. 

Ríkisvaldið á að selja allt land í sinni eigu til einkaaðila og hvorki skylda né banna mönnum að byggja, og hvað þá að skipta sér af því hvort menn vilji rukka inn eða halda úti og vernda. 


mbl.is Ferðaþjónustuþorp við Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband