Fyrirtæki í stjórnmálaleik

Tugir stórra fyrirtækja á borð við Apple, Facebook, Microsoft, Google og Twitter hafa sent frá sér sameiginlega lögfræðilega álitsgerð þar sem ferðabanni Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, er mótmælt.

Frábært! Gott hjá þeim! Meira af þessu!

En er ekkert grunsamlegt við þessi mótmæli? Jú, vissulega skaðar þetta fyrirtæki sem hafa innanborðs starfsmenn frá þeim 7 ríkjum sem ferðabann forsetans nær til. Ég get samt ekki ímyndað mér að það sé mikill fjöldi. Eða hvað eru margir forritarar hjá Google frá Sómalíu sem eru á leið til Bandaríkjanna eftir notalegt vetrarfrí í heimalandinu? Eða kerfisfræðingar hjá Facebook frá Jemen sem eru í orlofi en vilja nú komast aftur í vinnuna?

Nei, fyrirtækin eru hér í ákveðinni ímyndarherferð. Þau eru að taka upp vinsælan málstað og tengja nöfn sín við hann.

Af hverju segi ég það? Jú, af því þessi fyrirtæki hafa ekki látið mikið í sér heyra þegar raunverulega er þjarmað að viðskiptahagsmunum þeirra. Nú reynir t.d. Evrópusambandið að mjólka bandarísk stórfyrirtæki sem hafa samið við einstaka aðildarríki um skattaafslætti eða eru talin hafa misnotað svokallaða markaðsráðandi stöðu sína. Við erum hér að tala um stórar upphæðir sem bitna raunverulega á fyrirtækjunum og þar með verðlagi þeirra og þar með viðskiptavinum.

En hér þegja þau þunnu hljóði. Hérna reynist þeim betur að vinna á bak við tjöldin með yfirvöldum og reyna að ná einhvers konar málamiðlun. Fyrirtækin geta t.d. lofað að beygja sig og bugta þegar yfirvöld biðja um persónuupplýsingar notenda þeirra. Í staðinn fá þau að starfa óáreitt og hóflega skattlögð.

Fyrirtækin gætu í þessu tilviki gert það sama: Gert yfirvöldum ljóst að þau séu með nokkra starfsmenn frá hinum og þessum ríkjum sem voru akkúrat að heimsækja heimalandið þegar ferðabannið skall á. Fyrirtækin geta lagt fram ítarleg gögn úr starfsmannaskrám sínum og fengið undanþágur. 

En nei, þeim er alveg sama um þessa starfsmenn. Þau vilja bara spyrða nöfn sín við vinsæla mótmælaöldu. 

Það er gott þegar fyrirtæki standa í lappirnar og láta yfirvöld heyra það. Það er ákveðin hræsni þegar þau gera það bara til að fegra ímynd sína og er í raun alveg sama um málstaðinn. 


mbl.is Tugir stórfyrirtækja mótmæla banni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband