Íslendingar færast nær norræna módelinu

Á Norðurlöndunum eru margir einkaspítalar. Flestir ef ekki allir eru með einhvers konar samning við hið opinbera. Allir starfa þeir með tryggingafélögum sem bjóða upp á heilbrigðistryggingar. Þeir starfa sem valkostur við hið opinbera kerfi og ekki endilega í samkeppni við það en innbyrðis eru einkaspítalar auðvitað í samkeppni. Þessa samkeppni nýtir hið opinbera sér til að ná fram betri nýtingu fjármuna svo allir geti fengið viðeigandi meðhöndlun.

Þetta er hið norræna fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu.

Á Íslandi er eitthvað allt annað í gangi. Hið opinbera situr eitt að spítalarekstri. Samkeppni er beinlínis bönnuð nema með sérstöku leyfi yfirvalda. Þetta má kannski kalla hið sovéska fyrirkomulag.

Ef heilbrigðisráðherra vill taka upp norræna fyrirkomulagið á Íslandi þá er tækifæri núna. Annars verður hið sovéska fyrirkomulag ofan á. 


mbl.is „Ekki neitt annað en einkarekið sjúkrahús“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef meira en lúmskan grun um að hinn almenni íslendingur hafi ekki hugmynd um hvað felst í "norræna módelinu."

Áhyggjur fólks af þessum blessaða einkaspítala segja mér það.

Og ekki veit ég hvort heilbrigðisráðherra veit nokkuð um norræna kerfið, það þarf ekkert að vera, en ég hef líka mínar grunsemdir um að hann vilji það ekki heldur.

Ástæðuna kann ég ekki að nefna.

Fordómar, kannski?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2017 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband