Vonandi bara stuttur sprettur

Því miður virðist ætla að takast að mynda ríkisstjórn. Dofna þá svolítið væntingar mínar um að kosið verði aftur í vor til að fá skýrari línur á Alþingi.

Þetta verður vonandi verklítil ríkisstjórn sem einsetur sér að vinna fá mál vel frekar en mörg mál illa. Vonandi fá ESB-flokkarnir ekki að gera neitt sem veldur varanlegum skaða. Vonandi fær útgerðin vinnufrið. Vonandi fá skattar að halda áfram að lækka þótt ekki sé nema um einhverjar kommur til að aðgreina hægri- og miðjumenn frá vinstrinu.

Vonin um að ríkisvaldið dragi sig út úr einhverjum rekstri eða eignarhaldi er dauf. Það sem er starfrækt með fyrirkomulagi ríkiseinokunar í dag heldur sennilega áfram að vera ríkiseinokun. Kannski sleppur bjórinn inn fyrir dyr matvöruverslana svo menn taki nú yfirleitt eftir því að vinstrimenn eru í stjórnarandstöðu. 

Þetta verður hin bragðlausa starfsstjórn sem lítur vonandi bara á sig sem bráðabirgðastjórn fyrir kosningar í vor. 


mbl.is Ný ríkisstjórn líklega kynnt í vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mun ekki ganga upp frekar en fyrri daginn. Bakland flokkanna mun sjá um það. Davíð er æfur og það hefur sín áhrif.

Hugmyndir um að Vg og Framsókn vilji samstarf við Sjálfstæðisflokkinn geta ekki verið réttar. Enginn flokkur er svo skyni skroppinn að gerast þriðja hjól á vagni núverandi stjórnar.

Ég spái því að næst verði reynd fimm flokka ríkisstjórn A,B,P,S og V. Það er orðið ljóst að Viðreisn vill bara stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs.

Stjórnarmyndunartilraun Birgittu einkenndist af algjörri undirgefni gagnvart viðhorfum Viðreisnar sem hafa breyst mikið eftir kosningar. Að sjálfsögðu gat Vg ekki sætt sig við það. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 22:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þrír flokkar hljóta að geta orðið sammála um að þrauka fram á vor með því að gera lítið og velja verkefnin vel. 

Geir Ágústsson, 4.1.2017 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband