Liggur ekkert á að mynda stjórn

Erfitt reynist að púsla saman örflokkum og stærri flokkum til að mynda ríkisstjórn. Það gerir ekkert til. Menn ættu að boða til kosninga í maí 2017 og Ísland ætti að vera án ríkisstjórnar á meðan eða skipa málamyndastjórn sem sæi um að reka ráðuneytin á lágmarksafköstum.

Um kosti þess má lesa í þessari grein Telegraph

Ef engin er ríkisstjórnin er ekki hægt að skuldsetja ríkið eða innlima það í erlend ríkjasambönd. Engin ríkisstjórn þýðir engar stórar og dýrar áætlanir. Engin ríkisstjórn þýðir engin umdeild mál sem er þröngvað í gegnum þing og endar með ósköpum og ósætti.

Markaðir kunna vel að meta stöðugleikann sem fylgja óvirkri ríkisstjórn. Þeir geta þá gert áætlanir sem eru líklegri til að standast en ef ríkisstjórnin hækkar skatta að meðaltali aðra hverja viku eins og seinasta vinstristjórn Íslendinga.

Íslendingar ættu prófa friðsældina sem fylgir óstarfhæfri eða óvirkri ríkisstjórn fram að kosningum sem ætti að setja á dagskrá í maí 2017.

Eða fer Ísland á hvolt þegar þingmenn eru í sumarfríi? Nei, Íslendingar geta þá loksins slappað af.


mbl.is Meirihlutastjórn reynd til þrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mikill blessun gæti fylgt bráðbrigðastjórn ef heimfæra má greinina í Telegraph við íslenskar aðstæður. Gera hlé á þingstörfum, nema að leysa það brýnasta annan hvorn mánuð. Á Spáni og Bretlandi er góður gangur í atvinnulífi og hjá heimilum. Nýju hverfin við Alicante blómstra út og sýnir mikla velmegun. 

Gott að gleyma vandræðaganginum sem sagður er í heilbrigðisþjónustunni. Stjórnmálamenn eru vanir að uppblása mál sem oft eru í góðum gír. Mikill léttir ef þeir færu á skólabekk. Þingmenn gætu þá farið í Háskólann af alvöru, nema stjórnfræði og hagsýslu.

Sigurður Antonsson, 24.11.2016 kl. 14:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Les Össur Skarphéðinsson bloggið mitt?

http://www.vb.is/frettir/allt-komid-i-rugl/133441/

Geir Ágústsson, 25.11.2016 kl. 12:45

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í maí 2017 ætti svo að endurskoða málið og taka ákvörðun um hvort nokkur sérstök ástæða sé til að boða til kosninga.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2016 kl. 23:47

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Össur fyrrverandi ritstjóri og ráðherra er víðsýn, aflar fanga víða. Sem formaður flokksins sópaði hann að fylgi. Segir talsvert um manninn. Upplýsingastreymi kemur víða að með blessun netsins og nýrra útvarps og sjónvarpsstöðva. 

Félagi minn, blágrænn sjálfstæðismaður á það til að afsaka sig horfi hann á einstakan þátt á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Það þykir mér miður. Á hinar minnist hann varla enda búið við RÚV aðlögun, ríkisfréttir í 50 ár.  Hringbraut, N4 og Útvarp Saga eru að lyfta umræðunni upp á hærra plan, með margvíslegu efni. 

Trump er sagður hafa náð sigri með því að vera á minni útvarps og sjónvarpsstöðvunum. Þegar Hillary var að leggja áherslu á stóru fjölmiðlana.

Sigurður Antonsson, 26.11.2016 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband