Vondir menn og sósíalismi

Fidel Castro, fyrrverandi einræðisherra Kúbu, er látinn. Margir fagna því og kannski skiljanlega. Maðurinn stóð fyrir harðríki og þjáningum milljóna manna.

Hann er samt bara einn maður. Hann var með skoðanir. Það höfum við öll. Hann hafði hins vegar hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir ofbeldi og þjófnaði sem var tekin alvarlega. Fólk reis ekki upp gegn henni. Þvert á móti, það studdi hana. Þess vegna komst hann upp með að beita ofbeldi og stunda þjófnað. 

Sósíalismi hefur gefið ofbeldi og þjófnaði svipaða hugmyndafræðilega réttlætingu í öðrum ríkjum og á öllum tímum. Það er ekki fyrr en að sósíalisma er hafnað að þeir sem vilja beita ofbeldi og stunda þjófnað missa möguleikann á að framfylgja þeim ásetningi sínum.

Kúba er ekki frjáls þrátt fyrir dauða Castro. Hins vegar má vona að fólkið á Kúbu hafi nú séð hvað fór úrskeiðis og velji nú aðra braut. 


mbl.is Fagna dauða Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband