Sunnudagur, 20. nóvember 2016
Verður vægast sagt spennandi ríkisstjórnarsáttmáli
Vinstri-græn, Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ætla að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Viðreisn og BF tókst ekki að sannfæra Sjálfstæðisflokkinn um að kasta hagkvæmasta fiskveiðistjórnarkerfi heims á haugana né taka upp aðlögunarviðræður við Evrópusambandið. Þeir leita því lengra til vinstri.
En hvað eiga þessir fimm flokkar sameiginlegt? Jú, að vilja kasta hagkvæmasta fiskveiðistjórnarkerfi heims á haugana. Mikið annað dettur mér ekki í hug.
Kannski geta þeir náð saman um lista yfir skattahækkanir.
Kannski geta þeir náð saman um jafnlaunalögguna.
Þeir geta sennilega auðveldlega orðið sammála um aukin ríkisútgjöld. Styrkja skal ríkiseinokunina hvar sem hana má finna.
En hvað annað? Það kemur í ljós.
Ég legg aftur til að Alþingismenn nái saman um málamyndastjórn þvert á alla flokka sem starfar til vors og að þá verði kosið aftur.
Samþykkja formlegar viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er gáta: Hvernig er hægt að stafa QUISLING með 5 bókstöfum?
Svar: A+C+P+S+V
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:32
"Ég legg aftur til að Alþingismenn nái saman um málamyndastjórn þvert á alla flokka sem starfar til vors og að þá verði kosið aftur."
Ég tel það ólíklegt. Til þess eru fimmflokkarnir of valdagráðugir. Og það er sundrungin sem sameinar þessa fimm flokka. Þeir munu koma sér saman um að vera sameinir hver í sínu horni og standa á sama.
Þessi ríkisstjórn mun lifa í 4 ár, koma engu í verk og skila engu, nema djúpri kreppu, rústuðu atvinnulífi, ónýtu heilbrigðiskerfi, horfnum auðlindum, turnháum sköttum á láglaunafólk, auknum álögum á allar nauðsynjar, gríðarlegum fjárlagahalla og bitlingum til allra ættingja og vina. Gleymdi ég einhverju?
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.