Sumir vilja bara vera í stjórnarandstöđu

Grumpy Old MenMargir ţingmenn kunna best viđ sig í stjórnarandstöđu. Fyrir ţví eru margar ástćđur.

Ein er sú ađ stjórnarandstađan, sé hún til vinstri, fćr mikla athygli fjölmiđla og á greiđan ađgang ađ t.d. öllu hjá RÚV en einnig öđrum miđlum. Margir kunna vel viđ sig í sviđsljósinu og eru minna hrifnir af ţessari leiđinlegu pappírsvinnu sem ţarf ađ vinna í einrúmi ţegar búiđ er ađ slökkva á hljóđnemunum. 

Önnur ástćđa er sú ađ stjórnarandstađan fćr sjaldan ađ finna fyrir afleiđingum orđa sinna og gjörđa. Hún er jú bara stjórnarandstađa sem reynir ađ benda sitjandi ríkisstjórn á ljósiđ. Fari eitthvađ úrskeiđis getur ţađ ekki veriđ stjórnarandstöđunni ađ kenna. Margir kunna vel viđ ţetta fyrirkomulag - ađ geta masađ og masađ en ţurfa aldrei ađ bera ábyrgđ á neinu. 

Í ţriđja lagi er alltaf hćgt ađ vera ósáttur viđ eitthvađ í stjórnarandstöđunni. Skattar eru of lágir, útgjöld til gćluverkefna of lítil og innlimun í Evrópusambandiđ of hćgfara. Stjórnvöld eru spillt, hreinu og óflekkuđu sálir stjórnarandstöđunnar fá aldrei orđiđ, framkvćmdavaldiđ kúgar ţingiđ og svona má lengi telja. "Grumpy old men" líđur best ţegar ţeir fá ađ tuđa og nöldra og ţurfa aldrei ađ stinga upp á raunhćfum lausnum. 

Ég legg til ađ ţeim sem líđur best í stjórnarandstöđu játi einfaldlega ţessa tilfinningu sína og um leiđ ađ ţeir hafi engan áhuga á ađ koma ađ stjórnarsáttmála sem ţarf í raun og veru ađ leggja undir kjósendur í nćstu kosningum. 


mbl.is Eiga ekki samleiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Hvađ međ stjórnarandstöđu til hćgri?

Fćr hún enga athygli fjölmiđla?

Nei, fyrirgefđu, ţegar svokallađa hćgriđ er í minnihluta ţá er víst engin stjórnarandstađa, heldur bara međvirkni sbr. Icesave III.

Góđar stundir.

Guđmundur Ásgeirsson, 14.11.2016 kl. 16:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú efast ég um ađ til sé óţekkari hópur í stjórnmálum en frjálshyggjumenn innan Sjálfstćđisflokksins, nema ef vera skyldi frjálshyggjumenn utan hans. Ţađ liggur fyrir ađ samstarf međ Viđreisn og Bjartri framtíđ, ef til ţess kemur, muni leiđa til mjög veigamikilla frávika milli stjórnarsáttmála og landsfundarályktana Sjálfstćđisflokksins, sem SUS átti stóran ţátt í ađ semja. Fyrir ţađ mun Bjarni Ben. hljóta verđskuldađa gagnrýni úr eigin röđum ţótt hún rati e.t.v. ekki alltaf í fjölmiđla. 

Eđa varstu ađ vísa til einhvers annars?

Geir Ágústsson, 14.11.2016 kl. 17:48

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Já ég var ađ vísa til annars.

Hins vegar er alveg rétt hjá ţér, ađ frjálshyggjumenn innan Sjálfstćđisflokksins eru oft óţekkir.

Ţeir mega líka alvega vera ţađ, fastir í íhaldinu sem ţar er.

Guđmundur Ásgeirsson, 14.11.2016 kl. 18:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband