Fóstruríkið hugsar fyrir okkur

Á Íslandi er allt sem ekki er sérstaklega leyft bannað. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna á hinum svarta markaði en þangað leitar öll þjónusta og allur varningur sem þykir of erfitt að selja löglega eða er ólöglegt. 

Samkvæmt íslenskum lögum er t.d. leyfisskylt að selja matvæli beint frá býlinu sem framleiðir þau. Lögin mætti túlka sem svo að um leið og lambið er rekið niður af fjallinu byrjar það að verða eitrað. Bóndinn tekur við lambinu og þarf að drífa sig með það í sláturhús. Þar er lambinu slátrað, kjötið skorið, það sett í umbúðir og keyrt í búðir þar sem það bíður í hillum eftir kaupanda.

Ef bóndinn tekur við eitruðu lambinu og slátrar því sjálfur, sker kjötið og selur það beint frá býli er hætta á að sá sem neytir kjötsins fái eitrunina beint í æð. Eitrunin er ekki talin fara fyrr en lambið er búið að ferðast í bíl í sláturhús og bíða þar í langri röð eftir aftöku vottaðra starfsmanna með starfsleyfi. Eitrunin rýrnar svo eftir því sem kjötið ferðast meira innan sláturhússins, að pökkunarvélinni, í kæligeymsluna, í vöruflutninga, í vörumóttökur verslana og endar í hillunum þar sem það stendur í nokkra daga í kæli.

Því fleiri sem handtökin eru í kringum lambakjötið, því minni líkur eru á að það sé ennþá eitrað þegar neytandi fær það loksins í hendurnar.

Nema auðvitað að bóndinn sé með starfsleyfi. 

Fóstruríkið hugsar fyrir okkur. Mörgum finnst það ágætt. 


mbl.is Þurfa leyfi fyrir sölu beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og foreldrar þínir máttu ekki fá kunningja sinn, handlaginn trésmið, til að fjarlægja botnlangan úr þér. Boð og bönn, öllum til ama.

Espolin (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 14:34

2 identicon

Elska svona hugsunarmáta.

Hvort heldur þú Geir að ríkið setti lögin vegna þess að það hefur gaman að því að setja lög sem gera hlutina erfiða eða vegna þess að almenningur fékk nóg og krafðist þess að eithvað væri gert í því að verið væri að selja þeim eitraða hluti sem var að drepa fólk?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 15:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvort bað almenningur um að slátrarar og læknar kæmust í einokunarstöðu eða slátrarar og læknar?

Geir Ágústsson, 2.10.2016 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband