Velferðarkerfið og innflytjendur

Þeir sem vilja ekki fleiri innflytjendur til Íslands heldur vilja að velferðarkerfið sé notað til að styðja við þá sem þurfa á aðstoð að halda og eru nú þegar búsettir á Íslandi eru sjálfir sér samkvæmir.

Þeir sem vilja fleiri innflytendur - í raun alla sem vilja flytja til Íslands og taka upp löglega hætti - en eru á móti því að ríkisvaldið sjái um að borga uppihald undir þá og aðra með fé skattgreiðenda eru sjálfir sér samkvæmir.

Þeir sem vilja bæði fleiri innflytendur og vilja að velferðarkerfið taki þá að sér - þeir þurfa að hugsa sinn gang. Þeir halda að til að baka köku sé nóg að borða köku. Það gengur ekki upp. 

Það er fullkomlega óboðlegt að skattgreiðendur séu látnir standa undir uppihaldi stórra hópa af fólki sem getur ekki séð fyrir sér sjálft og er jafnvel meinað að sjá um sig sjálft. Norðurlöndin kljást við stóra hópa fólks sem er jafnvel af 3. kynslóð innflytjenda eða meira og virðist ekki geta sér neina björg veitt. Forfeður þeirra fengu leyfi til að setjast að og fara á spena velferðar og var markvisst haldið utan við atvinnumarkaðinn til að varðveita há laun innfæddra. Ekki flykktust börn þeirra í skóla og á atvinnumarkaðinn né barnabörn. 

Ég tilheyri þeim hópi sem vill ekki siga lögreglunni á þá sem flytjast á milli landa til að hefja nýtt líf en um leið er ég andstæðingur ríkisrekins velferðarkerfis sem tekur fé úr vösum skattgreiðenda og deilir út eftir pólitískum vindum. Sjálfur er ég innflytjandi í Danmörku og mér var á sínum tíma sagt að gjöra svo vel að halda mér sjálfum uppi ella flytja aftur til Íslands (og á þeim tíma talaði ég ekki dönsku vel á minnst, og fyrsta starf mitt í Danmörku var ósköp venjuleg hreingerningarvinna sem krafðist ekki verkfræðigráðu minnar né þekkingar minnar á dönskum bjór).

Mér fannst það ekki ósanngjörn krafa, hvorki á mig né aðra. 


mbl.is „Skammastu þín!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband