Frambođslistar og frjálshyggja

Nú eru listar flokkanna óđum ađ líta dagsins ljós. Ég ćtla ađ renna stuttlega yfir nokkra ţeirra til ađ sjá hvar atkvćđi frjálshyggjumannsins er best borgiđ. Ég lćt duga ađ fjalla um Sjálfstćđisflokk, Pírata og Viđreisn enda engin von til ţess ađ frjálshyggjumenn finnist í öđrum flokkum. Ég held mig viđ topp 7 á listunum. 

Ţessi upptalning gćti breyst ef ég fć nýjar upplýsingar.

Reykjavík suđur

Sjálfstćđisflokkur

Hér er ađ finna eftirfarandi frjálshyggjumenn: Sigríđi Andersen og Hildi Sverrisdóttur og Katrínu Atladóttur. Katrín, sem er vinkona mín, er hér ađ spreyta sig í pólitík í fyrsta skipti og ég vil eindregiđ hvetja alla til ađ fylgjast međ henni á nćstu vikum. Hún er međ hjartađ á réttum stađ og öflug í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Píratar

Hér er bara einn einstaklingur sem gćti flokkast sem frjálshyggjumađur, Hákon Helgi Leifsson. Ţessi gamli skólabróđir minn úr grunnskóla er sífellt ađ spá í hlutunum og spyrja gagnrýninna spurninga. Ég held ađ Alţingi hefđi gott af ţví ađ fá hann. Gallinn er ađ kjósa ţarf 6 ekki-frjálshyggjumenn inn á ţing áđur en hann kemst ađ.

Viđreisn

Hér er bara einn frjálshyggjumađur ađ ţví er best ég veit - Pawel Bartoszek stćrđfrćđingur og skólabróđir minn úr MR. Allir ţekkja Pawel og hvernig hann dregur fram eitriđ í ríkisafskiptunum. Hann vill ađ vísu ađ Ísland gangi í ESB en sem betur fer eru engar líkur á ađ ţađ gangi eftir og hann ćtti ţví ađ geta einbeitt sér ađ frjálshyggju sinni. Vonandi.

Reykjavík norđur

Sjálfstćđisflokkur

Hér eru tveir frjálshyggjumenn međal efstu sćtanna - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Ragnar Ríkharđsson. Ţađ yrđi fengur fyrir Alţingi ađ fá Áslaugu á ţing. Einhvern veginn nćr hún ađ hrífa mann međ sér. Jón Ragnar er nýr á opinberum vettvangi stjórnmálanna en ég held ađ frjálshyggjan hans sé í góđu lagi.

Píratar

Hér er ekki ađ finna einn einasta frjálshyggjumann. Listinn er jafnvel baneitrađur fyrir frjálshyggjumanninn. 

Viđreisn

Hér er ekki ađ finna einn einasta frjálshyggjumann. Raunar ćtti fyrsti mađur á listanum miklu frekar heima í Framsóknarflokknum eđa Samfylkingunni. 

Suđurkjördćmi

Sjálfstćđisflokkur

Hér er ekki ađ finna einn einasta frjálshyggjumann. Fyrsti mađur, Páll Magnússon, gćti ţó hrist upp í hlutunum enda mađur sem hefur engu ađ tapa og hefur sannađ ađ hann ţorir ađ leggja allt undir.

Píratar

Hér er ekki ađ finna einn einasta frjálshyggjumann. Listinn er jafnvel baneitrađur fyrir frjálshyggjumanninn.

Viđreisn

Hér er ekki ađ finna einn einasta frjálshyggjumann.

Suđvesturkjördćmi

Sjálfstćđisflokkur

Ég get ekki séđ ađ endanlegur listi sé tilbúinn ennţá en ef marka má niđurstöđur prófkjörsins (sem er varhugavert, enda niđurstöđur lýđrćđislegra prófkjöra óvinsćlar um ţessar mundir) ţá er ţarna ađ finna Óla Björn Kárason sem er nćg ástćđa í sjálfu sér til ađ hugleiđa flokkinn í ţessu kjördćmi. Óli Björn er öflugur stjórnmálamađur sem hefur alltaf átt góđa spretti ţegar hann hefur komiđ á ţing sem varaţingmađur, nú fyrir utan öll hans góđu framlög til ţjóđmálaumrćđunnar í gegnum rćđu og rit.

Píratar

Hér er bara einn mađur sem gćti komist nálćgt ţví ađ kallast frjálshyggjumađur - efsti mađur á lista, Jón Ţór Ólafsson. Hann á ekki eftir ađ berjast fyrir einkavćđingu og skattalćkkunum en hann á eftir ađ berjast fyrir gegnsći og opinni stjórnsýslu. 

Viđreisn

Hér er ekki ađ finna einn einasta frjálshyggjumann í efstu sjö sćtunum. Mađurinn í áttunda sćti, Tómas Möller, gćti kannski flokkast sem slíkur. Kannski. 

Tíminn hleypur nú frá mér svo ég nć ekki ađ fjalla um önnur kjördćmi en ég er opinn fyrir athugasemdum og hugleiđingum um ţessar vangaveltur mínar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband