Stćkkun sveitarfélaga er vont markmiđ

Hvađ gerist á frjálsum markađi ţegar samkeppni minnkar og engin ógn stafar af innkomu nýrra samkeppnisađila? Verđ leitar upp á viđ.

"Markađur" sveitarfélaga á Íslandi hefur fariđ rýrnandi seinustu ár međ miklum fjölda sameininga ţeirra. Kostnađur viđ rekstur ţeirra hefur vaxiđ stórkoslega. Skuldir ţeirra hafa aukist. Útsvar er víđast hvar í löglegu hámarki. Meint stćrđarhagkvćmni hefur sýnt sig ađ vera stćrđaróhagkvćmni!

Hvađ halda menn ađ yrđi um Kópavog og Garđabć ef ţau mundu sameinast Reykjavík? Samkeppni um útsvarsgreiđendur mundi gufa upp. Samkeppni um barnafjölskyldur međ börn á leikskólaaldri vćri ekki til stađar. Biđlistar R-listans sáluga vćru líklega líka veruleiki foreldra í Kópavogi og Garđabć. 

Sveitarfélög ţurfa ekki ađ vera međ umsvifamikla stjórnsýslu. Ţau geta t.d. bođiđ út stóran hluta af rekstri sínum til einkaađila (e.t.v. haldiđ áfram ađ fjármagna sum ţeirra tímabundiđ međ sköttum) og ţar međ skoriđ niđur yfirbyggingu sína. Ríkiđ ćtti ađ slaka á kröfum sínum til reksturs sveitarfélaga - t.d. heimila ţeim ađ fćkka eitthvađ í nefndafrumskóginum sem ţeim er gert ađ halda uppi. Engin sérstök ástćđa kallar á ađ opinberir starfsmenn sćki, flokki og urđi rusl. Einfaldir ţjónustusamningar duga fyrir flest ef ekki öll verkefni sveitarfélaganna.

Ef eitthvađ ţá ćtti ađ stefna ađ minnkun sveitarfélaga. Reykjavík yrđi t.d. öđruvísi umhorfs ef Árbćr og Grafarvogur vćru í harđri samkeppni um útsvarsgreiđendur. Ađhald í rekstri sveitarfélaga vćri ekki einskorđa viđ meirihlutastjórn Sjálfstćđismanna í ţeim. Og ţó.


mbl.is Vilja sameina Árborg og Flóahrepp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ég held reyndar ađ ţú sért ađ fara međ fleipur ţegar ţú eignar R listanum biđlistana.

Hér áđur fyrr á árum Sjálfstćđisflokksins viđ völd í Reykjavík ţá var einfaldlega ekkert pláss á leikskólum nema seint um síđir, kannski hálfur dagur fyrst ađ áhveđnum skilyrđum uppfylltum, ţađ eimdi enn eftir af gömlum viđhorfum sem hreinlega gerđu ekki ráđ fyrir ađ konur vćru útivinnandi. menn voru auđvitađ ađ byggja lekskóla en ţróunin var ör og kröfurnar stöđugt ađ aukast.

Ţegar R listinn kemst til valda beiđ mikiđ átak í dagvistarmálum og miklu fjármagni var veitt til uppbyggingar leikskóla.

Máliđ er ađ á sama tíma jókst stöđugt ţörfin fyir fleiri pláss í samrćmi viđ stöđugt auknar kröfur og breyttar forsendur í ţjóđfélaginu.

Ég held ég sé ekki ađ bulla ţegar ég fullyrđi ađ víđa hafi menn ekki haldiđ í viđ ţróunina, td. Kópaogi og ţar hafi nú oft á tíđum veriđ biđlistar og ţurfti engan R lista til.

Reynum ađ hafa umrćđuna málefnalega :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 21.5.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér er í rauninni alveg sama en auđvitađ vćri áhugavert ađ fá tölfrćđina um máliđ á hreint. Ţađ sem ég veit er ađ í tíđ R-listans týndi Reykjavík hundruđum barna úr borginni á međan Kópavogur saug ţau upp í sitt leikskólakerfi. 

Punkturinn er samt sá ađ stćrđ er engin ávísun á ađ eitt né neitt verđi betra, og Reykjavík hefur veriđ skínandi dćmi um ţađ á seinustu árum međ hćkkandi sköttum, gjöldum og skuldum, útţenslu stjórnsýslunnar og fjölgun rándýrra gćluverkefna.

Ég held ađ ţetta gildi almennt í rekstri stórra og/eđa stćkkandi sameinađra sveitarfélaga og nefni bara greyiđ R-listann sem frćgasta dćmiđ.

Geir Ágústsson, 21.5.2007 kl. 20:38

3 identicon

Ég má til međ ađ taka áskorun Bjarna Baraga Kjartanssonar um málefnalega umrćđu.

Fyrst varđandi stćrđ sveitarfélaga. Rannsóknir hafa veriđ gerđar á stćrđarhagkvćmni hjá sveitarfélögum, fyrst og fremst erlendis en einnig hefur háskólafólk hérlendis skođađ ţetta (Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í bókinni Stađbundin stjórnmál). Almenna reglan er sú ađ stćrđarhagkvćmni er til stađar ţar sem fjárfestingarkostnađur er mikill en kostnađur á hverja framleidda einingu lítill eđa óverulegur. Ţar sem verulegur hluti kostnađar er vegna starfsmannahalds eins og er í opinbera geiranum verđur ekki til umtalsverđ stćrđarhagkvćmni. Ţađ bendir semsagt flest til ţess ađ lítill fjárhagslegur ávinningur sé af ţví ađ reka sveitarfélög í stćrri einingum en ca 30 - 40 ţúsund íbúa.

Tökum nú Kópavog og Garđabć sem dćmi. Međ sameiningu ţeirra mćtti spara örfá stöđugildi í yfirstjórn og ýmsum ţjónustustofnunum eins og skólaskrifstofu. Hvorki vćri hćgt ađ fćkka leikskólum né grunnskólum en skólamál taka hátt í 60% skattekna sveitarfélaga. Áhugamenn hafa reiknađ út ađ međ sameiningu ţessarra tveggja bćja mćtti e.t.v. spara 2% í rekstri sem er afar lítiđ (en auđvitađ getur veriđ ţess virđi ađ beygja sig eftir ţví).

Svo ţessi athugasemd um ađ Kópavogur hafi ekki haldiđ í viđ ţróunina. Íbúđahverfi í Kópavogi rísa mjög hratt. Hrađar en dćmi eru um í öđrum bćjarfélögum. Ţau 11 ár sem ég hef búiđ í Kópavogi og fylgst međ uppbyggingunni ţar hafa leikskólar og grunnskólar alltaf veriđ tilbúnir ţegar nýjir íbúar hafa flutt í hverfin. ţađ er einsdćmi.

Sigurđur Björnsson (IP-tala skráđ) 21.5.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég efast ekki um ađ stöđugildi megi spara ţegar sveitarfélög eru stćkkuđ. Ég efast ekki um ađ innkaup megi straumlínulaga og spara í ýmsum hornum.

Gallinn er bara sá ađ stóru sveitarfélögin verđa sífellt "metnađarfyllri" (fá stórmennskubrjálćđi) ţegar ţau stćkka mikiđ eđa sjúga til sín nýja íbúa/skattgreiđendur međ sameiningum. Ţar međ verđa verkefnin sem ţau hella sér út í sífellt stćrri og viđameiri og óráđsían meiri. Afleiđingin er vel ţekkt: Skuldir, skattar og gjöld fara hćkkandi ađ jafnađi hjá íslenskum sveitarfélögum.

Geir Ágústsson, 22.5.2007 kl. 13:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband