Watson fyrirlítur mannslíf

Orðaval Paul Watson, leiðtoga Sea Shepherd samtakanna, í bréfi hans til hins íslenska sjávarútvegsráðherra, kemur ekki á óvart. Þessi maður fyrirlítur mannkynið (virðist samt meta eigið líf) og sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir yfir vandlæti sínu á öllu þessu fólki sem dirfist að reika um plánetuna sem ætti í raun að tilheyra plöntum og vitlausum skepnum. Dæmi:

"We should not be living in human communities that enclose tiny preserved ecosystems within them. Human communities should be maintained in small population enclaves within linked wilderness ecosystems. No human community should be larger than 20,000 people and separated from other communities by wilderness areas. Communication systems can link the communities."

Einnig (feitletrun mín):

"We need to radically and intelligently reduce human populations to fewer than one billion. We need to eliminate nationalism and tribalism and become Earthlings. And as Earthlings, we need to recognize that all the other species that live on this planet are also fellow citizens and also Earthlings. This is a planet of incredible diversity of life-forms; it is not a planet of one species as many of us believe."

Sjálfur á ég erfitt með að sjá hvers vegna auðugur maður eins og Paul Watson kaupir sér ekki bara stórar landareignir, t.d. í Austur-Evrópu þar sem þær kosta sennilega ekki mjög mikið, og hrindir áætlun sinni í framkvæmd. Af hverju þurfa 5 milljarðar manna að týna lífi sínu til að þóknast draumórum óðs manns? Af hverju tekur fólk mark á þessum manni og öðrum sem boða svipaðan boðskap (margir samt undir rós)?

Eins og vitur og rökhugsandi maður sagði eitt sinn:  Eitur Jarðarbúa er ekki losun þeirra á hinu og þessu út í náttúru og andrúmsloft sem afleiðing iðnaðar og annarra lífskjarabætandi athafna. Hið raunverulega eitur eru umhverfisverndarsinnarnir, sem í fjarveru rökhugsunar og með ásókn þeirra í yfirráð yfir frjálsu samfélagi manna, eru mesta eiturógnin sem okkur stafar hætta af.


mbl.is Við erum tilbúnir til að hætta lífinu til að stöðva hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

"We need to radically and intelligently reduce human populations to fewer than one billion".

Hvernig er það hægt og svo að auki

"eliminate nationalism and tribalism"

Þetta er greinilega vitskertur maður sem segir svona.

Er ekki best að skjóta honum til fjarlægrar plánetu ásamt einum af þessum hvölum sem hann er svo hrifinn af?

Ólafur Björn Ólafsson, 20.5.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki halda að Paul Watson sé einn um þetta brjálæði. Fjölmargir forsvarsmenn fjölmargra svokallaðara umhverfisverndarsamtaka hafa látið svipaða hluti út úr sér, og samt halda þeir áfram að njóta hylli og virðingar meðal hinna "venjulegu" græningja (VG og fleiri slíkra).

"Pro-nature" er "anti-human" þegar allt kemur til alls.

Geir Ágústsson, 21.5.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband