Stækkun sveitarfélaga er vont markmið

Hvað gerist á frjálsum markaði þegar samkeppni minnkar og engin ógn stafar af innkomu nýrra samkeppnisaðila? Verð leitar upp á við.

"Markaður" sveitarfélaga á Íslandi hefur farið rýrnandi seinustu ár með miklum fjölda sameininga þeirra. Kostnaður við rekstur þeirra hefur vaxið stórkoslega. Skuldir þeirra hafa aukist. Útsvar er víðast hvar í löglegu hámarki. Meint stærðarhagkvæmni hefur sýnt sig að vera stærðaróhagkvæmni!

Hvað halda menn að yrði um Kópavog og Garðabæ ef þau mundu sameinast Reykjavík? Samkeppni um útsvarsgreiðendur mundi gufa upp. Samkeppni um barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri væri ekki til staðar. Biðlistar R-listans sáluga væru líklega líka veruleiki foreldra í Kópavogi og Garðabæ. 

Sveitarfélög þurfa ekki að vera með umsvifamikla stjórnsýslu. Þau geta t.d. boðið út stóran hluta af rekstri sínum til einkaaðila (e.t.v. haldið áfram að fjármagna sum þeirra tímabundið með sköttum) og þar með skorið niður yfirbyggingu sína. Ríkið ætti að slaka á kröfum sínum til reksturs sveitarfélaga - t.d. heimila þeim að fækka eitthvað í nefndafrumskóginum sem þeim er gert að halda uppi. Engin sérstök ástæða kallar á að opinberir starfsmenn sæki, flokki og urði rusl. Einfaldir þjónustusamningar duga fyrir flest ef ekki öll verkefni sveitarfélaganna.

Ef eitthvað þá ætti að stefna að minnkun sveitarfélaga. Reykjavík yrði t.d. öðruvísi umhorfs ef Árbær og Grafarvogur væru í harðri samkeppni um útsvarsgreiðendur. Aðhald í rekstri sveitarfélaga væri ekki einskorða við meirihlutastjórn Sjálfstæðismanna í þeim. Og þó.


mbl.is Vilja sameina Árborg og Flóahrepp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ég held reyndar að þú sért að fara með fleipur þegar þú eignar R listanum biðlistana.

Hér áður fyrr á árum Sjálfstæðisflokksins við völd í Reykjavík þá var einfaldlega ekkert pláss á leikskólum nema seint um síðir, kannski hálfur dagur fyrst að áhveðnum skilyrðum uppfylltum, það eimdi enn eftir af gömlum viðhorfum sem hreinlega gerðu ekki ráð fyrir að konur væru útivinnandi. menn voru auðvitað að byggja lekskóla en þróunin var ör og kröfurnar stöðugt að aukast.

Þegar R listinn kemst til valda beið mikið átak í dagvistarmálum og miklu fjármagni var veitt til uppbyggingar leikskóla.

Málið er að á sama tíma jókst stöðugt þörfin fyir fleiri pláss í samræmi við stöðugt auknar kröfur og breyttar forsendur í þjóðfélaginu.

Ég held ég sé ekki að bulla þegar ég fullyrði að víða hafi menn ekki haldið í við þróunina, td. Kópaogi og þar hafi nú oft á tíðum verið biðlistar og þurfti engan R lista til.

Reynum að hafa umræðuna málefnalega :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 21.5.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér er í rauninni alveg sama en auðvitað væri áhugavert að fá tölfræðina um málið á hreint. Það sem ég veit er að í tíð R-listans týndi Reykjavík hundruðum barna úr borginni á meðan Kópavogur saug þau upp í sitt leikskólakerfi. 

Punkturinn er samt sá að stærð er engin ávísun á að eitt né neitt verði betra, og Reykjavík hefur verið skínandi dæmi um það á seinustu árum með hækkandi sköttum, gjöldum og skuldum, útþenslu stjórnsýslunnar og fjölgun rándýrra gæluverkefna.

Ég held að þetta gildi almennt í rekstri stórra og/eða stækkandi sameinaðra sveitarfélaga og nefni bara greyið R-listann sem frægasta dæmið.

Geir Ágústsson, 21.5.2007 kl. 20:38

3 identicon

Ég má til með að taka áskorun Bjarna Baraga Kjartanssonar um málefnalega umræðu.

Fyrst varðandi stærð sveitarfélaga. Rannsóknir hafa verið gerðar á stærðarhagkvæmni hjá sveitarfélögum, fyrst og fremst erlendis en einnig hefur háskólafólk hérlendis skoðað þetta (Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í bókinni Staðbundin stjórnmál). Almenna reglan er sú að stærðarhagkvæmni er til staðar þar sem fjárfestingarkostnaður er mikill en kostnaður á hverja framleidda einingu lítill eða óverulegur. Þar sem verulegur hluti kostnaðar er vegna starfsmannahalds eins og er í opinbera geiranum verður ekki til umtalsverð stærðarhagkvæmni. Það bendir semsagt flest til þess að lítill fjárhagslegur ávinningur sé af því að reka sveitarfélög í stærri einingum en ca 30 - 40 þúsund íbúa.

Tökum nú Kópavog og Garðabæ sem dæmi. Með sameiningu þeirra mætti spara örfá stöðugildi í yfirstjórn og ýmsum þjónustustofnunum eins og skólaskrifstofu. Hvorki væri hægt að fækka leikskólum né grunnskólum en skólamál taka hátt í 60% skattekna sveitarfélaga. Áhugamenn hafa reiknað út að með sameiningu þessarra tveggja bæja mætti e.t.v. spara 2% í rekstri sem er afar lítið (en auðvitað getur verið þess virði að beygja sig eftir því).

Svo þessi athugasemd um að Kópavogur hafi ekki haldið í við þróunina. Íbúðahverfi í Kópavogi rísa mjög hratt. Hraðar en dæmi eru um í öðrum bæjarfélögum. Þau 11 ár sem ég hef búið í Kópavogi og fylgst með uppbyggingunni þar hafa leikskólar og grunnskólar alltaf verið tilbúnir þegar nýjir íbúar hafa flutt í hverfin. það er einsdæmi.

Sigurður Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég efast ekki um að stöðugildi megi spara þegar sveitarfélög eru stækkuð. Ég efast ekki um að innkaup megi straumlínulaga og spara í ýmsum hornum.

Gallinn er bara sá að stóru sveitarfélögin verða sífellt "metnaðarfyllri" (fá stórmennskubrjálæði) þegar þau stækka mikið eða sjúga til sín nýja íbúa/skattgreiðendur með sameiningum. Þar með verða verkefnin sem þau hella sér út í sífellt stærri og viðameiri og óráðsían meiri. Afleiðingin er vel þekkt: Skuldir, skattar og gjöld fara hækkandi að jafnaði hjá íslenskum sveitarfélögum.

Geir Ágústsson, 22.5.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband