One size fits all

Sem Íslendingur í Danmörku sem þekki marga íslenska námsmenn í Danmörku get ég sagt þetta:

Námslán LÍN koma fólki að mörgu leyti ansi langt, en að öðru ekki. Íslendingar þurfa að heimsækja landið sitt a.m.k. einu sinni á ári og það er dýrt. Þeir virðast líka allir þurfa að reka bíl og það er dýrt í Danmörku. 

Yfirleitt eiga þeir börn en leikskólaplássin kosta þá ekkert.

Yfirleitt leigja þeir húsnæði en húsaleigubætur fyrir námsmenn eru rausnarlegar.

Þeir þurfa auðvitað að borða, kaupa klósettpappír og annað, eins og aðrir.

Einn Íslendingur sem ég þekki kláraði námið sitt í Danmörku og gat á íslenskum námslánum haft barn á leikskóla og konuna heimavinnandi, leigt hús og rekið bíl og skroppið til Íslands einu sinni á ári. Mikið lengra náðu námslánin samt ekki. Með 20% lækkun hefði hann sennilega þurfa að losa sig við bílinn. Verra var það samt ekki.

Hann fékk vinnu í Danmörku að loknu námi og sagði að hann fyndi lítinn mun á ráðstöfunartekjunum, enda hurfu flestu niðurgreiddu fríðindin eins og dögg fyrir sólu.

Ég geri mér grein fyrir að margir námsmenn erlendis berjast í bökkum. Líklega gildir þá hið sama um sænska námsmenn. 

Kannski menn fari að endurskoða hlutverk LÍN alveg í kjölfarið. Það væri eitthvað!


mbl.is Erlend lán LÍN 20% umfram þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem vantar líka inn í þetta er að sænskir námsmenn, einnig danskir og væntanlega norskir, fá mánaðarlega greiðslu frá ríkinu á meðan þeir eru í námi.

Námslánin leggjast þá aukalega ofan á þessa greiðslu, nú vantar mig nýlegar tölur en ætli greiðslan slagi ekki hátt í 100.000 isk á mánuði.

Karl (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 15:21

2 identicon

http://www.icetones.se/textar/b/bodid_ther_orma_fru_norma.htm

Latínugráni (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 21:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Karl,

Það væri kjánaleg yfirsjón!

Í Danmörku er námsstyrkur fyrir einstakling sem býr einn, er barnlaus og er í háskólanámi innanlands  "5.941 kr. pr. måned før skat i 2016" (www.su.is). Hann getur svo tekið lán upp á 3.040 kr. á mánuði á 4% vöxtum. 

Alls er þetta 8941 kr. á mánuði fyrir skatt eða um 170 þúsund. Á Íslandi er framfærslulán fyrir 100% námi innanlands um 165 þúsund, sem er lán á niðurgreiddum vöxtum og má því segja að á endanum sé helmingur í raun ríkisstyrkur. 

Í báðum löndum eru hægt að fá húsaleigustyrki og búa á ódýrum stúdentaíbúðum. 

Í Danmörku er dýrara að kynda, láta vatnið renna og nota rafmagn. Áfengið er ódýrara. Námsmenn nýta sér allt þetta. Matur er ekki mjög frábrugðinn í verði (en það fer reyndar eftir því hvers konar mat eru að kaupa).

Mér sýnist þetta vera svipað. Það lítur út fyrir að LÍN sé hér á svipuðum slóðum og a.m.k. Danir. 

Þetta flækist auðvitað þegar nám erlendis er skoðað. Ég nenni ekki að kynna mér það, en það kæmi mér á óvart að LÍN væri hér mjög frábrugðið hinum Norðurlöndunum. Ég tek gjarnan við leiðréttingum. 

Geir Ágústsson, 27.4.2016 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband