Upplýsi í leiðinni um reðurlengd sína

Íslendingar eru komnir með blóðbragð í munninn. 

Hverjar eru eignir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og eiginkonu hans Dorritar Moussaieff og hvernig eru þær geymdar? Hafa þau fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin líti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni þjóðarinnar? Að þessu spyr Kári Stefánsson.

Við þennan spurningalista mætti bæta:

  • Hver er reðurlengd forseta?
  • Hvað hefur hann sængað hjá mörgum konum?
  • Hefur hann einhvern tímann neytt eiturlyfja sem voru ólögleg þegar þeirra var neytt?
  • Drakk hann áfengi fyrir tvítugt?
  • Hefur hann einhvern tímann drepið ánamaðk? Hve marga?

Nei, ég segi svona. Auðvitað á hann ekki að þurfa upplýsa um einkamál sín. 

Hafi forseti gerst brotlegur við lög á ákæruvaldið vitaskuld að sjá um að reka mál fyrir dómstólum til að skera úr um refsingu. 

Hafi hann hagsmuna að gæta sem gætu haft áhrif á embættisverk hans þykir mér sjálfsögð kurteisi við kjósendur að hann upplýsi um þá.

Hann ræður því hins vegar sjálfur hvaða fyrirkomulag hann hefur á eignum sínum og fé, eða eignum maka síns, svo verðmæti fari ekki í súginn (sé allt löglegt).

Íslendingum er ekki gerður neinn greiði með því að fara í nornabrennur. Auðmenn geta nú geymt fé sitt löglega erlendis og haft á því margvíslegt fyrirkomulag. Ef þeir verða neyddir til að fara í felur með fé sitt verður enginn betur settur. 

Er ekki betra að vita af milljarði erlendis sem gæti komið löglega til landsins í formi fjárfestingar en vita af milljarði sem fær líklega aldrei að líta dagsins ljós á löglegan hátt?

Er ekki gott að einhvers staðar séu til digrir sjóðir sem sinna ákveðinni þjónustu? 

Víða um heim er hægt að finna ríki sem hamast í auðmönnum þar til þeir flýja með fótunum. Eru slík ríki eftirsóttar fyrirmyndir?


mbl.is Ólafur geri grein fyrir eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Segir meir en nokkur orð...
http://gys.is/gys/lesafrett.aspx?id=772

Jón Páll Garðarsson, 25.4.2016 kl. 11:52

2 identicon

Forsetahjónin brjóta lög. Skv íslenskum lögum eiga þau að hafa sama lögheimili. Forsetafrúin er skráð með lögheimili erlendis til að þurfa ekki að greiða skatta hér.

Mér finnst þetta með þvílíkum ólíkindum og er undrandi yfir því að ekki hafi verið brugðist hart við þessu. Ef forsetinn sér ekkert athugavert við þetta skortir hann að mínu mati siðferði og dómgreind til að gegna embætti forseta Íslands.

Eru forsetinn og forsetafrúin virkilega undanskilin í gagnrýninni á þá sem telja ekki tekjur sínar fram hér þrátt fyrir búsetu í landinu? Sjálfum finnst mér að forsetahjónin eigi þvert á móti að vera til fyrirmyndar að því er siðferði varðar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 15:56

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er sennilega ýmislegt á huldu eins og gerist t.d. um umsýslu í kringum húsnæðið sem Samfylkingin leigir og fyrirrennar áður hér og þar um bæinn. 

Síðan gætu menn e.t.v. byrjað að ganga á þennan lista:

http://www.dv.is/leidari/2016/4/8/hefjum-sidbot-eg-skal-byrja/

Geir Ágústsson, 26.4.2016 kl. 04:06

4 identicon

Það kemur engum við hverjir foreldrar tengdafjölskyldu Ólafs eru og bara plebbar og fávitar hafa áhuga á svoleiðis hlutum. Dorrit er ekki fjölskylda sín eða ákvarðanir hennar. Hún er sjálfstæður einstaklingur og hvorki viðhengi á foreldrum sínum eða Ólafi.  

Gunnar (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 11:08

5 identicon

Það er hvorki lögbrot að vera með tvö ríkisföng, vera með atvinnustarfsemi erlendis og þurfa því að borga þar skatt, vera giftur útlendingi eða gerast ekki "house wife" og fara í Barbie leik bara afþví maður giftist útlendingi og hætta blómlegum fyrirtækjarekstri í heimalandi sínu til að gerast skrautdúkka fyrir útlendinga.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 11:10

6 identicon

Fyrst forsetinn er ekki kona er lágmarkskrafa fyrir dætur mínar að forsetafrúin sé alla vega ekki skrautdúkka.  

Gunnar (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband