Sósíalismi í framkvæmd

Ríkir Vesturlandabúar eiga það til að lesa yfir sig um dásemdir ímyndaðra samfélagskerfa. Eitt slíkt kerfi er sósíalismi. 

Þessa tilhneigingu til að lesa yfir sig má kannski rekja aftur til efnaðra menntamanna í upphafi iðnbyltingarinnar. Þeir sátu á dýrustu kaffihúsunum á dýrustu stöðum dýrustu borganna og skrifuðu bækur um ágæti einhvers allt annars en gekk á í kringum þá.

Karl Marx bjó t.d. í lúxusíbúð í London á kostnað vinar síns og skrifaði um kommúnisma fyrir aðra en hann.

Hvað sem því líður er ljóst að sósíalismi gengur ekki upp um leið og við yfirgefum fjölskyldueininguna. Tilraunirnar til að láta hann ganga upp hafa verið óteljandi margar við allar hugsanlegar aðstæður. Afleiðingin er og verður alltaf sú sama: Gjaldþrot, fátækt og lífsbarátta sem jafnast á við slagsmál dýranna í frumskóginum um seinasta bananann.

Yfirvöld í Venesúela ættu kannski að velta því fyrir sér hvernig Þýskalandi tókst á örskömmum tíma að breytast úr húsarústum í eitt auðugasta ríki veraldar að lokinni seinni heimstyrjöld. Hver veit, kannski verður þá hægt að kaupa klósettpappír í landinu aftur!


mbl.is Vinnuvikan aðeins tveir dagar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fákunnáttu má, til allrar hamingju, eyða með svo einfaldri athöfn sem lestri. Þú gætir t.d. byrjað á bók Mary Gabriel Love and Capital: Karl and Jenny Marx and the Birth of a Revolution (ISBN-10: 0316066125), svona til að losna við þá vitleysu sem hringlar í kollinum á þér um ævi mannsins og kjör hans. Ég efast um að sú bók breyti nokkru um álit þitt á skoðunum mannsins, en hún gæti e.t.v. forðað þér frá því að verða þér til skammar sakir fáfræði um ævi hans.

Nonni (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 18:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helstu atriði í stuttu máli væru vel þegin. Ég hef lesið helling um ævi sníkjudýrsins Marx.

Geir Ágústsson, 27.4.2016 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband