Stokkið af sökkvandi skipi

Gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem meðal annars hefur séð um umsýslu með leynisjóði íslenskra vinstrimanna, segir nú af sér. Ástæðan sem gefin er upp er að "fókusera umræðuna". Hann hefur engin lög brotið og borgar alla sína skatta og hefur ekki gert neitt rangt. Ég tek undir það - það er ekkert að því að vilja varðveita auð sinn. En hann segir engu að síður af sér. 

Þetta má nú alveg sjá í gegnum. Samfylkingin er að hverfa af landakorti stjórnmálanna á Íslandi og því skiljanlegt að menn vilji stökkva þar af borði hins sökkvandi skips. Það má gera á marga vegu og ein er sú að segja af sér og bera við einhverri allt annarri ástæðu. Þannig kemst viðkomandi hjá því að segja hreint út að ástæðan sé sú að það sé engum hollt að sitja fast á sökkvandi skipi.

Annars má alveg velta upp ýmsum möguleikum í þeirri umræðu sem nú geysar um lögleg félög og að fullu skattlögð og jafnvel félög sem er löngu búið að leggja niður eftir að þau höfðu ekki stundað neina starfsemi.

Ein er sú að allir ráðherrar segi af sér og að ríkisstjórnin verði þess í stað skipuð af ungliðahreyfingum stjórnarflokkanna. Ungliðarnir yrðu vonandi síður hræddir við að taka umdeildar en nauðsynlegar ákvarðanir, enda ekki atvinnustjórnmálamenn að hugsa um næsta endurkjör. 

Önnur er sú að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segi af sér og skipi þess í stað trausta frjálshyggjumenn, hvar sem þá má finna. Fjármálaráðherra gæti þá orðið Gunnlaugur Jónsson og faðir hans Jón Steinar Gunnlaugsson gæti orðið innanríkisráðherra. Óli Björn Kárason gæti orðið atvinnuvegaráðherra á meðan Sigríður Andersen tæki við menntamálaráðuneytinu, svo dæmi séu tekin. 

Já, hví ekki?


mbl.is Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálmur Þorsteinsson er maður að meiru, hann hefur gert það sem ráðherrar hægri öfga stjórnarinnar ættu fyrir löngu að vera búnir að gera, að segja af sér og skammast sín.

En það er ekki við því að búast að siðferðið sé á háu stígi hjá þessum ráðherrum og flokkum þeirra, þar hefur siðferði aldrei verið hátt skrifað.

Því er ekki annað í stöðunni en að fylkja liði eftir helgi og mæta á Austurvöll og láta vél í sér heyra og láta þessa siðlausu ráðherra hægriöfga stjórnarinnar vita, að þeir þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 08:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Talandi um "gjörðir" þá sakna ég þess svolítið að einhver taki saman hvað það er sem þeir gerðu annað en að sýna ekki meira frumkvæði í að segja frá löglegum fyrirtækjum þeim tengdum. Vissulega bagalegur skortur á frumkvæði, það skal alveg játast.

- Saknar einhver einhverra skattgreiðslna?

- Varð fjársjóður eiginkonu forsætisráðherra stærri vegna starfa ríkisstjórnarinnar?

- Var einhver annar en eiginkona forsætisráðherra og gjaldkeri Samfylkingarinnar með sjóði sína í útlöndum?

Þessi samantekt hlýtur að fara birtast einhvers staðar. 

Geir Ágústsson, 31.3.2016 kl. 09:28

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Geir. Það er alltaf spurning hvort það að vera með fyrirtæki á Seycehlle eyjum en ljúga því að skattinum að það sé í Luxeburg, sem er land sem við erum með tvísköttunarsamning við, hefðu sparað Bjarna einhverjar skattgreiðslur ef hagnaður hefði verið að viðskiptunum eins og til stóð. En af því að það varð tap á því þá hefði skattgreiðslan orðið sú sama hvar sem hann hefði verið með fyrirtækið.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2016 kl. 10:10

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Já það er spurning hvað nú ef og hvað þá og allt það. 

Geir Ágústsson, 31.3.2016 kl. 10:36

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stóra spurningin í þessu máli er hvort þetta hafi verið tilraun til að svíkja undan skatti. Það er allavega ólöglegt að segja fyrirtæki sem maður á vera í öðru landi en það er í á skattframtali. Og eins og sérfræðingur í skattarétti hjá Delotte hefur sagt þá er það með ólíkindum ef það hefur farið framhjá honum hvar fyrirtækið var því hann hefur í upphafi þurft að skrifa undir stofnskjal þar sem það kemur fram hvar fyrirtækið er auk þess að hann hafi árlega fengið yfirlit frá bankanum þar sem það kom fram hvar fyrirtækið væri. Það bendir því allt til að hann hafi þerna hreinlega verið að ljúga að skattinum. En allavega geta menn ekki borið það fyrir sig að hafa ekki vitað betur þegar kemur að gerð skattframtals.

En við erum í þeirri skrítnu stöðu að þeir sem eiga að taka ákvörðun um það hvort þetta kalli á skattarannsókna á Bjarna og þeir sem munu vinna þá skattaránnsókn eru allir undirmenn fjármálaráðherra sem er jú Bjarni. Er þetta ásættanleg staða? 

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2016 kl. 12:44

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Já þetta hljómar með ólíkindum en er íslenskt réttarkerfi (með fyrirmynd í vestrænni hefð) ekki í stakk búið til að rannsaka ráðherra án hagsmunaárekstra?

Frægt er nú þegar Ríkisendurskoðandi ákvað að rannaka EKKI í máli þar sem hann hefði hæglega geta vikið í því tiltekna máli, en gerði ekki, eins og rakið er hér. Töldu þá margir að Steingrímur J. hefði sloppið vel með kjördæmapot sitt. 

Geir Ágústsson, 31.3.2016 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband