Vilhjálmur á ekki að segja af sér og heldur ekki Sigmundur

Nú eru eignafélög trúnaðarmanna í íslenskum stjórnmálum óðum að skjóta upp kollinum. Skoðun mín í fyrri pistli var sú að forsætisráðherra ætti að segja af sér því hann sagði ekki af fyrra bragði frá öllu er tengdist félagi konu hans og að það væri umfram allt klaufalegt. Nú hefur mér snúist hugur. Hann á ekki að segja af sér vegna þess máls. Gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem ólíkt konu forsætisráðherra greiðir skatta af sínu félagi erlendis, á heldur ekki að segja af sér.

Menn eiga einfaldlega að fá að eiga sín félög í friði og á meðan öllum lögum er framfylgt á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að flýja háa skatta eða veika gjaldmiðla eða pólitíska óvissu. Stjórnmálamenn ættu raunar að taka skrefið lengra og koma íslensku ríkisvaldi út úr peningaframleiðslu og að sem mestu leyti úr skattheimtu. Þá þyrfti enginn að flýja neitt til að forða fé sínu frá verðbólgubáli eða eignaupptöku. 

Stjórnmálamenn eiga samt að segja frá slíkum hagsmunum sínum og ráðstöfunum ef þeir vilja ekki lenda í sviðsljósinu vegna þeirra. 

Nú er að halda í sér andanum og vona að þessi aflandsfélagaumræða gangi yfir sem fyrst svo menn geti haldið áfram að vinna vinnuna sína.


mbl.is Aflandsfélagið ekkert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjörnir fulltrúar verða að njóta trausts kjósenda, sérstaklega ráðherrar. Það nægir ekki að þeir hafi ekki brotið lög. Vilhjálmur er ekki kjörinn fulltrúi.

Hvers vegna er Lúxemborg talið til skattaskjóla úr því að þar er greiddur hærri tekjuskattur en hér af hlutabréfum?

Annars er athyglisvert að allir nefndir aðilar geyma fé sitt erlendis vegna lítils trausts á krónunni og íslenskum efnahag.

Munurinn er hins vegar sá að Sigmundur, Bjarni og Ólöf vilja ekki að íslenskur almenningur fái að njóta evru eins og þau meðan Vilhjálmur vill að allur almenningur fái að njóta hennar með honum.

Enn eitt dæmið um sérhagsmunagæsluna sem einkennir öll störf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, jafnvel þvert gegn eigin loforðum og vilja þjóðarinnar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 17:41

2 identicon

Vilhjálmur og flokkur hans telja krónuna of veikburða og vilja ekki nota hana. Hann er því samkvæmur þeirri stefnu með því að setja sína peninga í annan gjaldmiðil. Forsætisráðherra og hans flokkur hafa lofað krónuna og sagt hana það besta sem okkur býðst. Það er því ekkert samræmi í því sem forsætisráðherra segir og vill að við gerum og flótta hans með fjölskylduauðinn í skjól frá krónuhagkerfinu.

Þar að auki var forsætisráðherra að semja um greiðslur frá kröfuhöfum á sama tíma og kona hans var einn þeirra. Það mundi flokkast sem bullandi hagsmunaárekstur allstaðar annars staðar. Og verður ekki til að friða þá sem telja kröfuhafa hafa sloppið vel.

Eftir þennan feluleik er visst traust sem þjóðin bar til forsætisráðherra mikið laskað. Hann mun áfram lyggja vel við höggi og það verður óspart notað.

Davíð12 (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 17:52

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er sennilega rétt athugað að gjaldkeri Samfylkingarinnar þurfi ekki að njóta neins sérstaks trausts.

Geir Ágústsson, 30.3.2016 kl. 20:29

4 identicon

Skarplega athugað hjá þér Geir, Viljámur gullkistuvörðir þarf ekki að njóta trausts. A.m.k. hans helsti stuðningsmaður og ofurpenni, Ómar Ragnarsson, hér á síðum, hefur ekki sagt eitt orð um vin sinn Vilhjhálm. Mér finnst það segja allt. Kjaftaskurinn Árni Páll, fékk högg, sem jafnast á við rotögg í dag enda hans skylda að verja fjársjóði flokksins. Svo mætti flugfreyjan setja inn hér nokkur orð, enda réði hún gullkistuvörðinn sinn.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 23:43

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Spurningin sem ég spyr mig nú: Hver tekur við leynisjóðum vinstrimanna á Íslandi þegar gjaldkeri þeirra hefur sagt af sér?

Vilhjálmur var hér snjall að segja af sér enda er Samfylkingin sökkvandi skip og með því að segja af sér núna þarf hann ekki að játa raunverulegu ástæðuna: Að vilja stökkva af hinu sökkvandi skipi. 

Geir Ágústsson, 31.3.2016 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband