Verndaðar starfsgreinar eru vanmáttugar starfsgreinar

Bændur njóta tollaverndar og niðurgreiðslu.

Í staðinn fær ríkisvaldið mikinn aðgang að starfsemi þeirra og getur í raun ákveðið hver fær að lifa og hver ekki.

Þetta virðast hagsmunasamtök bænda vilja. Þau vilja vera í kæfandi faðmi hins opinbera, eins og ungabarn á brjósti.

En segjum sem svo að stjórnvöld afnæmu, í hæfilega hröðum skrefum, alla vernd við landbúnað á Íslandi og tækju alla styrkina (í skiptum fyrir rýmri regluramma og lægri skatta, vitaskuld). 

Hyrfi landbúnaður á Íslandi? Myndu byggðir leggjast í eyði?

Nei. Land getur verið verðmætt af mörgum ástæðum. Menn reisa sumarhús, rækta skóga, leggja göngustíga og reisa hótel á fallegum svæðum. Kannski yrðu til fleiri golfvellir. Kannski fengi náttúran að endurheimta eitthvað land. Hægt væri að gera tilraunir með það að markmiði að framleiða á heimsmarkað og þá í stærri stíl - búin myndu stækka. Kannski er eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarvörum á heimsvísu slík að landbúnaður myndi hreinlega aukast. 

Um þetta er erfitt að spá en það þarf enginn að óttast. Framtíðin er ekki bara óvissa heldur líka tækifæri. Bændur gætu orðið raunverulega sjálfstæðir atvinnurekendur og það gæti hleypt í þá nýju blóði - að í stað þess að vera fátæk stétt á ríkisspenanum þá yrðu þeir öflugir athafnamenn.

Bændur ættu hér sjálfir að snúa við blaðinu og krefjast þess að ríkisvaldið dragi sig í hlé - fækki reglunum, lækki skattana, afnæmi styrkina og tollana og hleypti þeim af stað.


mbl.is Þingið hafni vondum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband