Bland í poka eins og flestir flokkar

Nú stígur enn einn stjórnmálaflokkurinn fram með bland í poka í boði: Ríkisvaldið á að gera hitt og þetta en um leið á að ríkja einstaklingsfrelsi og hvaðeina. Sérstök áhersla á að banna moskur og hafna fjölmenningunni er sjálfsagt helsti sölupunkturinn. Hugsanlega er hljómgrunnur fyrir slíku, hugsanlega ekki.

Það er gott og vel að framboð stjórnmálaflokka aukist en það er erfitt að sjá hverju það breytir. Flestir stjórnmálaflokkar snúast í kringum breytingar á ríkisvaldinu sem leiða yfirleitt til stækkunar þess. Það er miður. 

En nú er sem sagt Íslenska þjóðfylkingin fædd og minnir að mörgu leyti á Danska þjóðarflokkinn (Dansk Folkeparti) í fljótu bragði, auk annarra skyldra flokka á hinum Norðurlöndunum. Menn ættu að fara varlega í að vanmeta slíkar hreyfingar því nú á tímum stórra þjóðflutninga eru margir sem vilja spyrna við fótum þótt fáir þori að segja það upphátt af ótta við að vera uppnefndir rasistar. 


mbl.is Hægri grænir heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband