Fimmtudagur, 25. febrúar 2016
Ríkisvaldið tekur á einum enda og veitir á öðrum
Í ágætri grein á einum stað er bent á eftirfarandi:
Hvers vegna búum við ekki frekar til þannig aðstæður að húsnæðiskostnaður verði sem lægstur í stað þess að hækka hann á einum enda opinbers rekstrar og greiða hann niður á öðrum?
Svarið er auðvitað það að lægri skattar og minna kerfi þýðir minni völd fyrir stjórnlynda stjórnmálamenn.
Þessu má líkja við mann sem fer á sjúkrahús til að fá blóð en um leið heldur hann stóru svöðusári opnu svo úr blæðir. Þessi maður gæti sleppt blóðgjöfinni ef hann lokar svöðusárinu. Þannig yrðu læknar hans vissulega atvinnulausir og sjúkrahúsið sæti uppi með tómt rúm en væri þetta samt ekki betri lausn?
Hagfræðiprófessorar - meira að segja þeir færustu - eiga það til að einblína of mikið á tölurnar í Excel ("...ætti leiðin að kosta ríkissjóð svipað og núverandi fyrirkomulag") og gleyma því hvað er í raun og veru besta lausnin. Hér væri besta lausnin að fylgja leiðbeiningunum í þessari grein og um leið gætu stjórnmálamenn hugað að einhverju öðru en húsnæðiskostnaði, svo sem aldursdreifingu embættismanna.
Ný hugmynd fyrir fyrstu íbúðarkaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.