Skiljanlegt hik almennings

Almenningur er eðlilega hikandi þegar kemur að því að taka frumkvæði til að minnka losun koltvísýrings. Flestir eiga bíl sem tvímælalaust er þarfasti þjónn nútímamannsins. Flestir kaupa matvæli í góðum umbúðum því þannig matvæli enda síðar óétin og rotnuð í ruslinu. Vesturlandabúar búa við góð lífskjör og vilja síður kasta þeim á borð veðurspáa og tölvulíkana. Hundruð milljóna manna eru að kola- og olíubrenna sig upp á stig góðra lífskjara og sakna fátæktarinnar ekki nóg til að vilja snúa því ferli við.

Hvernig stendur þá á því að margir segja að við verðum að "gera eitthvað" til að sporna við losun koltvísýrings? Af hverju þetta misræmi á kröfum í orði og gjörðum í verki? Almenningur hinna ríku landa telur sennilega að það sé hægt að gera "eitthvað", en bara á vettvangi stjórnmálanna. Sumir halda sennilega að ríkisstjórnir heims sitji á hinni leyndardómsfullu tækni sem gerir mannkyni kleift að halda í hin góðu lífskjör þótt orkunotkun sé minnkuð með valdboði. Aðrir halda að aðgerðir hvers og eins muni ekki "duga" til að "hafa áhrif" á núverandi uppsveiflu í bæði fjölda sólbletta og hækkun hitastigs sem á sér stað víða um heim.

Gamla góða slagorð græningja, "act local, think global", er dáið. Núna er það orðið að, "act global, or not at all".

Niðurstaðan er því sú að enginn gerir neitt í neinu, en allir tala um nauðsyn þess að gera allt í einu - með valdboði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband