Gaman að ferðast

Það er gaman að ferðast, eða það finnst mörgum. Opinberir starfsmenn eru hér engin undantekning. Fyrir þá er jafnvel enn skemmtilegra að ferðast því reikninginn má senda á aðra [1|2|3|4|5]. Hið sama gildir um starfsmenn ríkiseinokunarfyrirtækja, enda lítil ástæða til að sýna aðhald þegar samkeppni er bönnuð með lögum, og stéttarfélög geta sum hver líka róleg sólundað fé félagsmanna sinna í ferðalög. Ekki er verra ef sá sem ferðast getur tekið með sér lítið teymi af fólki til að fara út að borða með á kvöldin. 

Þetta hangir kannski ágætlega saman við andstöðu margra stjórnmálamanna við frjálsa áfengissölu á Íslandi. Þeir geta jú sjálfir komist í mikið úrval af áfengi á hagstæðu verði á ferðalögum sínum á kostnað skattgreiðenda. Gott ef skattgreiðendur fá ekki líka að greiða fyrir áfengið með dagpeningum hinna opinberu ferðalanga! Er þá lítil ástæða til að kvarta yfir lélegu aðgengi að vodka og háu verði á því á sjálfu landinu - vínskápurinn er jú troðfullur af þeim vökva!

Auðvitað þurfa margir opinberir starfsmenn að sækja hina og þessa fundi erlendis rétt eins og starfsmenn einkafyrirtækja. Aðhaldskrafan er samt önnur þegar þeir sem fjármagna vellystingarnar geta bara haft sitt um málið að segja á fjögurra ára fresti, og þá stendur valið á milli manna sem munu sóa miklu eða enn meira af fé þeirra. 

Nær væri að ríkisvaldið væri lítil skrifstofa með þremur starfsmönnum sem sæi einfaldlega um að senda reglulega út hlutleysisyfirlýsingar til erlendra ríkisstjórna og boð um að stunda óheft og frjáls viðskipti með allt. Þá þyrfti ekki að ferðast neitt á kostnað annarra. 


mbl.is Fimm utanlandsferðir á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Manni sýnist þessi ráðherra hafa sýnt nokkuð aðhald, samanborið við suma aðra. Forvitnilegt væri nú að bera saman við aðrar þjóðir - og einnig hitt hve oft erlendir erindrekar heimsækja Ísland.

Ólafur Als, 25.6.2015 kl. 09:06

2 identicon

Mikið rétt.  Ég var að skoða mál Magnúsar Thoroddsen.  Gústaf Níelsson var skrifstofustjóri ÁTVR á þeim tíma.  Sjálfstæðisflokkurinn er brandari.  Soldið dýr brandari reyndar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 09:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vill ekki einhver benda íslenskum stjórnmálamönnum, ráðamönnum ríkisstofnanna og forstöðumönnum ríkieinokunarfyrirtækja á Skype?

Geir Ágústsson, 25.6.2015 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband