Gaman að gefa annarra manna fé

Eitt eftirlæti stjórnmálamanna er að láta taka mynd af sér á meðan þeir eyða annarra manna fé. Sérstaklega finnst mér borgarstjóri Reykjavíkur vera duglegur að þessu [1|2|3]. 

Síður í eftirlæti er að koma fram þegar allt er komið í bál og brand. Þá eru embættismenn sendir af stað. 

Það er gaman að eyða annarra manna fé, ekki satt? Hvað gerir fullorðinn maður sem finnur 5000 króna seðil á götunni og sér engan nálægt til að gera kröfu á hann? Fer viðkomandi í bankann og greiðir niður skuldir? Nei. Þessum peningum er eytt í svokallaða vitleysu - í nammi, gos, áfengi eða ónauðsynlegt raftæki. Stjórnmálamenn eru á hverjum degi að sýsla með fé annarra og því ekki skrýtið að þeim langi til að eyða þeim eins og enginn sé morgundagurinn. Þeir eru smalar fyrir annarra manna fé, og smala oftar en ekki allri hjörðinni í sláturhúsið og leysa út hagnaðinn. 

Það er af þessari ástæðu, meðal annarra, alltaf gott þegar skattar lækka og hið opinbera fækkar verkefnum sem það hefur á sinni könnu. 


mbl.is Skemmtilegasta athöfn Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir að það er rangt að gefa annarra manna fé.

Það er hins vegar ekkert rangt við að veita fé úr sameiginlegum sjóðum til samfélagslegra verkefna. Slík verkefni eru Iceland Airwaves og uppbygging leiguhúsnæðis í borginni.

Styrkir til Iceland Airwaves eiga sér langa sögu og hafa reynst borginni vel. Uppbygging leiguhúsæðis var í stefnuskrá meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Þar er verið að koma til móts við brýna þörf. Það er því engin ástæða til að ásaka Dag um að gefa annarra manna fé.

Að taka fyrstu skóflustungu vegna mikilvægrar uppbyggingar í miðborginni á heldur ekkert skylt við að gefa annarra manna fé.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hins vegar ítrekað gerst sekir um að hygla vildarvinum með fjárframlögum úr ríkissjóði ýmist vegna persónulegrar greiðasemi eða í atkvæðaveiðum.

Nægir í því sambandi að nefna gjafir SDG til ýmissa verkefna í eigin kjördæmi án útboðs, styrk Ragnheiðar Elínar til fiskeldisfyrirtækis í hennar kjördæmi meðan önnur slík fyrirtæki hafa ekki fengið neinn styrk og sala Landsbankans á fyrirtæki án útboðs til ættingja Bjarna Ben á að því er virðist verði langt undir markaðsverði.

Mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin skýrist að miklu leyti af slíkri fyrirgreiðslu flokksins til einkaaðila á kostnað almennings.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 10:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Allt sem Dagur B. er gott. Allt.

Allt sem einhver úr Framsókn eða Sjálfstæðisflokki gerir er rangt.

Náði ég boðskapnum?

Geir Ágústsson, 24.6.2015 kl. 11:37

3 identicon

Nei, alls ekki.

Ég var aðeins að sýna fram á að Dagur var aðeins að fara eftir hefðinni og kosningaloforðum. Hér var því engin spilling á ferð.

Þetta minnti hins vegar rækilega á hvernig ríkisstjórnarflokkarnir hafa farið illa með ríkisfé i atkvæðaveiðum og kjördæmapoti.

Varstu kannski að reyna að hengja bakara fyrir smið?

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 13:56

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú ert vissulega gagnrýninn á ríkisstjórnarflokkana, og það er gott.

Þú ert hinsvegar mjög ógagnrýninn á allt sem kemur frá flokksskrifstofum Samfylkingar og VG. Í öllum þínum athugasemdum man ég ekki einu dæmi um eitt neikvætt orð um þá flokka, og voru þeir þó í ríkisstjórn sem kom heilu þrotabúunum í hendur erlendra vogunarsjóða og ætlaði að kokgleypa Icesave-kröfur Breta og Hollendinga (og vilt það raunar enn).

Síðan eru það þessar óskýru dylgjur um "vinagreiða" og annað sem maður mætti halda að þú teldir eitthvað sem sé meira bundið við flokksmenn ákveðinna flokka frekar en almenn afleiðing mikilla valda hjá hinu opinbera.

Og síðan er það hugtakanotkun þín sem ég á erfitt með að skilja. Þú tekur t.d. undir að ekki sé gott að gefa annarra manna fé, en í næstu efnisgrein að það sé í lagi að "veita fé úr sameiginlegum sjóðum" svona eins og þeir sjóðir séu ekki fé sem sumir eyða fyrir hönd annarra, yfirleitt að þeim forspurðum. 

En gott og vel - það má horfa á mann berja nagla í tré og segja að hann sé að vinna, en líka líta á það sem reiðan mann sem er að fá útrás fyrir ofbeldishneigð og aðrar illar hneigðir. Ætli það fari ekki eftir því hvort hann sé í Samfylkingunni - og þá er allt í lagi - eða Framsóknarflokki - og þá er allt í ólagi. 

Geir Ágústsson, 24.6.2015 kl. 20:00

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þess má geta að "spilling" er eitthvað sem lögin eiga að taka á, og ákæruvaldið tekur við öllum ábendingum um slíkt. Hér er mikið til sama regluverk og í ESB og fyrir ESB-kórinn því ekki hægt að kvarta undan því að regluverkið sé ekki nógu gott. 

Hér er dæmi um mann sem lætur verkin tala og er að fylgja á eftir grunsemdum sínum um ólögmætt háttarlag:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/04/afhenti_rikisbanka_an_heimilda/

Hér er dæmi um mál sem gæti hugsanlega endað í kæru ef menn telja sannanir vera fyrir því:

http://www.hringbraut.is/frettir/steingrimur-matti-ekki-selkja-banka

Það er hægt að gera margt annað en dylgja í athugasemdakerfum. En svo er líka bara hægt að gera það. 

Geir Ágústsson, 24.6.2015 kl. 20:07

6 identicon

Ég hef fært rök fyrir því hvers vegna það hefði verið rétt að samþykkja Buchheit samninginn.

Ég greiddi atkvæði með að hann yrði samþykktur og því er fráleitt að ætlast til að ég sé að gagnrýna þá sem það gerðu. Ertu búinn að gleyma að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins samþykkti samninginn, þar á meðal Bjarni Ben?

Buchheit sjálfur, sem mælti með að samningurinn yrði samþykktur, þótti standa sig svo vel að hann var ráðinn sem aðalráðgjafi við losun hafta.

Ég hef einnig bent á að þau verðmæti gömlu bankanna, sem nýju bankarnir voru stofnaðir um, voru eign kröfuhafa. Ríkið gat því auðvitað ekki lagt hald sitt þau. Ég gagnrýni að sjálfsögðu ekki það sem ég er sammála og færustu sérfræðingar hafa auk þess ályktað.

Ég hef verið að gagnrýna það sem ég tel hreina spillingu af hálfu ríkisstjórnarflokkanna og þú svarar með því að benda á Icesave og eignarhald kröfuhafa gömlu bankanna í nýju bönkunum.

Ertu að gefa í skyn að þar hafi spilling verið í gangi? Ertu að gefa í skyn að Bjarna Ben og Steingrími hafi verið mútað? Varðandi eignarhaldið á nýju bönkunum fór Steingrímur að ráðum færustu sérfræðinga. Það hefði heyrst hljóð úr horni ef hann hefði ekki gert það.

Umræðan um eignarhaldið á nýju bönkunum er gott dæmi um hve galin umræðan hefur veri eftir hrun. SDG var fyrstur til að gagnrýna eignarhaldið og taldi ríkið hafa tapað 300 milljörðum á meintum mistökum Steingríms.Ég man ekki eftir að nokkur hafi tekið undir þetta fyrr en Víglundur kom fram með sína skýrslu.

Víglundur var afar óhress með að fyrirtæki hans fengi ekki afskriftir í tíð vinstri stjórnarinnar og varð því gjaldþrota. Hann virtist nú vilja stökkva á vagn með SDG til að ná sér niðri á fyrri stjórn.

Það þarf lítið til að koma öllu á annan endann í íslensku þjóðfélagi. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 23:14

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ertu að meina "spillingu" eins og lögbrot sem lögreglan og Ríkisendurskoðun fletta ofan af eftir ábendingar frá þér, eða "spillingu" þar sem þér finnst eitthvað vera alveg ómögulegt þótt ekkert lögbrot sé að eiga sér stað?

Sjálfur sé ég auðvitað spillingu í hinni síðari merkingu í hverju horni í hvert skipti sem opinber starfsmaður eða stjórnmálamaður ákveður að eyða fé skattgreiðenda í stað þess að lækka skatta, og í hvert skipti sem stjórnmálamaður eyðir vinnutíma sínum í að innleiða fleiri lög og reglur í stað þess að vinda ofan af reglugerðarfrumskóginum. 

Geir Ágústsson, 25.6.2015 kl. 05:12

8 identicon

Þegar valdamenn misnota fé ríkisins til að hygla sjálfum sér, vinum eða eigin kjördæmi, er það spilling. Tilgangurinn er að kaupa sér vinsældir eða flokknum atkvæði á kostnað skattgreiðenda.

Það réttlætir ekki slíka háttsemi þó að hún sé ekki brot á lögum. Það sýnir aðeins að löggjöfin er ófullkomin enda eru íslensk lög mikil hrákasmíð.

Erlendis verða stjórnmálmenn að segja af sér ef þeir verða uppvísir að slíkri spillingu jafnvel þó að ekki sé hægt að finna lagabókstaf sem beinlínis banni slíka háttsemi.

Ástæðan er að stjórnmálamenn verða að njóta trausts. Ef þeir fyrirgera þessu trausti með háttsemi sinni segja þeir af sér í lýðræðisríkjum.

Gerirðu engan greinarmun á að nota fé í samfélagsleg verkefni, sem þú ert ósáttur við, eða að einstakir stjórnmálmenn noti almannafé til að hygla sér og sínum?

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 08:18

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt hjá þér að íslenskir stjórnmálamenn og ráðherrar sitja oft fast miðað við þá í mörgum öðrum ríkjum. Undantekningar eru fáar (t.d. þegar Ögmundur sagði af sér vegna stefnu þáverandi ríkisstjórnar í Icesave-málinu). Lögin eru skýr hvað varðar afsagnir og þegar þær "verða" að eiga sér stað, en að það sé í boði er önnur saga.

Ég geri engan greinarmun á því að láta taka mynd af sér afhenta fé skattgreiðenda til tónlistarunnenda og að láta taka mynd af sér að grafa fyrir húsi sem fellur að áhugamálum sitjandi forsætisráðherra, svo dæmi sé nefnt. Og lít á bæði sem ófrjálsa eyðslu stjórnmálamanna á fé annarra. Gráa svæðið mitt - þar sem fé má eyða fyrir hönd annarra af því það fellur að smekk og tísku og skoðunum einstakra unnenda þeirrar eyðslu - er sennilega minna en þitt. 

Geir Ágústsson, 25.6.2015 kl. 09:38

10 identicon

Geir, það er fráleitt að líkja því saman að taka fyrstu skóflustungu, sem kostar ríkið ekki neitt, og að hygla sér og sínum með háum fjárframlögum úr ríkissjóði.

Það er einnig langsótt að bera saman samfélagsleg verkefni sem eru ákveðin af flokkunum í stefnuskrá fyrir kosningar eða eru í stefnuskrá meirihlutans og því sem ráðherrar taka geðþóttaákvörðun um einir til að hygla sér og sínum.

Þegar ástandið er þannig að fólk flest getur ekki keypt sér sína fyrstu íbúð vegna þess að það stenst ekki greiðslumat eða á ekki eða getur ekki útvegað þau 20% íbúðaverðsins sem lánið dekkar ekki, er brýnt að ríki og borg geri ráðstafanir til að leysa hnútinn.

Þú talar mikið um skattalækkanir. Það er undarlegt í ljósi þess sveltis sem heilbrigðiskerfið, menntakerfið ofl búa við. Viltu kannski veikja þessar stofnanir enn frekar eða jafnvel ganga að þeim dauðum? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 11:08

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólíkt þér þá tel ég ekki vera neinum neytanda, sjúkling, skjólstæðing eða kaupanda til góðs að þurfa að eiga við kaupanda, veitanda eða seljanda sem er vafinn inn í ríkiseinokun og varinn fyrir samkeppni og aðhaldi þeirra sem þurfa að eiga við hann.

Gleymdu ekki að það eru stjórnmálamenn beint eða óbeint sem velja hver fær að byggja hvar þökk sé allskonar plöggum og fyrirmælum sem heita "deiliskipulag" og "aðalskipulag" og allskonar, og allskonar reglugerðum sem gera sumt hagstæðara en annað því hvaða framboði þarf að sinna brýnast. Eða af hverju heldur þú að margir verktakar séu svo þakklátir stjórnmálamönnum að þeir bóka þá á svæðið til að taka skóflustungur og klippa á borða? 

Geir Ágústsson, 25.6.2015 kl. 11:51

12 identicon

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara í fyrri hluta innleggs þíns allavega ekki i samhengi við það sem áður var til umræðu.

Ef einkaaðilar fá fyrirgreiðslu frá ríki og/eða borg til að byggja leiguibúðir verður það með skilyrðum sem tryggja hagstætt leiguverð og langtímaleigu.

Ég held að það sé liðin tíð að stjórnmálamenn ákveði hver fær að byggja og hvar nema þegar um sérstakar byggingar er að ræða eins og mosku. Um úthlutun lóða hafa gilt reglur sem embættismenn fara eftir.

Reyndar vildu sjálfstæðismenn í oddvitatíð Villa Vill úthluta lóðum að geðþótta. Ég veit ekki hvort reyndi á það. Eftirspurn eftir lóðum var þá lítil, framboðið mikið og valdatími VV stuttur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 16:33

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ásmundur,

Varðandi það sem þú skildir ekki eða taldir vera úr samhengi: Núna er komin ný færsla fyrir þig sem ætti ekki að geta misskilist.

Varðandi meintan skilning þinn á umburðarlyndi yfirvalda um hver byggir hvað og hvar, hvernig túlkar þú þessa frétt?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/24/hverfid_bara_ad_springa/

Geir Ágústsson, 25.6.2015 kl. 17:00

14 identicon

Hver á að ákveða hver má byggja og hvar ef ekki borgaryfirvöld? Ekki væri óánægjan minni ef hver og einn gæti byggt þar sem honum sýnsit og eins og honum sýnist.

Mér líst vel á þéttingu byggðar í borginni. Reykjavík er svo gisin að hún fúnkerar ekki vel sem borg. Hér væri td ekkert mannlíf í miðborginni ef fjöldi erlendra ferðamanna væri ekki svona mikill.

Almenningssamgöngur eru lélegar vegna þess hve borgin er dreifð. Þess vegna mun þétting byggðar skapa grundvöll fyrir betri almenningssamgöngur. Við það mun bílaumferð minnka með minni mengun og greiðari umferð.Mannlíf á götum úti mun aukast.

Blómavalssvæðið er kjörin staður til þéttingar byggðar. Þarna væri upplagt að byggja litlar íbúðir fyrir barnlaust fólk en mikill skortur er á þeim í borginni. Þá þyrfti ekki að byggja eða stækka leikskóla eða skóla vegna þessarar þéttingar.

Það er alltaf þannig að menn vilja ekki frekari byggingar í nágrenni við sig þó að þeir séu annars hlynntir þéttingu byggðar. Það á auðvitað við um Sigtúnið eins og alla aðra staði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 22:32

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Skipulagðsvaldið í höndum hins opinbera er kylfa sem auðugir verktakar nota til að berja á litla manninum. Dæmi:

http://www.usatoday.com/story/money/business/2013/05/23/trump-lawsuit-chicago/2355929/

Þú átt erfitt með að sjá fyrir þér "sjálfsprottna" skipulagningu, en það er skiljanlegt og til að geta það þarf að þjálfa hugann aðeins, eða með orðum Bastiat: 

"There is only one difference between a bad economist and a good one: the bad economist confines himself to the visible effect; the good economist takes into account both the effect that can be seen and those effects that must be foreseen."

http://www.econlib.org/library/Bastiat/basEss1.html

Geir Ágústsson, 26.6.2015 kl. 06:29

16 identicon

Hvar á skipulagsvaldið að vera ef ekki í höndum hins opinbera?

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 08:13

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Það á að vera í höndum landeigenda. 

Nú er það ekki svo að allar borgir eru með "zoning laws". Hér er lítil frásögn frá Houston sem ég get að vísu ekki veitt öllum aðgang að en fyrsta blaðsíðan segir sína sögu):

http://www.jstor.org/stable/724839?seq=1#page_scan_tab_contents

Svo á meðan Íslendingar eru vanir því að hið opinbera segi nákvæmlega til um það hvar má vera sjoppa og hvar á að vera bensínstöð þá er það alls ekki svo á öllu byggðu bóli í hinum vestræna heimi. En þá þarf að beita huganum aðeins öðruvísi og reyna að hugsa um hið óséða sem núverandi fyrirkomulag traðkar niður og náði aldrei að spíra. 

Geir Ágústsson, 26.6.2015 kl. 10:52

18 identicon

Reykjavíkurborg á það land sem borgin nær yfir, allavega mest af því, svo að þar er skipulagsvaldið í réttum höndum.

Annars er algengt að eigendur landssvæða við þéttbýli sjái um að láta skipuleggja það. Þeir geta auðvitað ekki gert það sjálfir nema kannski í undantekningartilvikum því að til þess þarf sérfræðiþekkingu.

En þó að eigendur sjái sjálfir um skipulagið er óhjákvæmilegt að yfirvöld leggi þeim línurnar um byggingarmagn ofl enda er svæðið hluti af stærri heild. Skipulagsyfirvöld eiga að gæta hagsmuna borgarbúa og íbúa hverfisins.

Árangurinn yrði líklega skelfilegur ef eigandinn fengi að ráða öllu því að hann mundi væntanlega vilja byggja sem mest til að græða sem mest. Ég er hræddur um að kvartanir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sigtún væru mun alvarlegri ef verktakinn fengi að ráða. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 14:38

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo thjer finnst ad eigendur eigi ad fa ad rada hvad er byggt eda ekki byggt a landi theirra? 

Geir Ágústsson, 27.6.2015 kl. 11:32

20 identicon

Nei, en þeir hafa tillögurétt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband