Ljúka já, varanlega

Ríkisvaldið getur lokið verkfallsaðgerðum endanlega með því að fleyta verkfallsstéttunum inn á sama svæði lagarammans og þeim stéttum sem fara ekki í verkfall. Og hvaða stéttir fara ekki í verkfall?

  • Þær sem geta ekki sigað verkalýðsfélögum með hótunum og jafnvel ofbeldi á atvinnurekendur.
  • Þær sem geta ekki hætt að vinna og geta samt vonast til að halda vinnunni sinni.
  • Þær sem semja, hver einstaklingur fyrir sig, við atvinnurekendur sína um kaup og kjör.

Raunar eru fjölmargar stéttir, ef stéttir skyldi kalla, sem búa við svona skilyrði. Og þótt þeim finnist kannski súrt að horfa upp á suma geta lagt niður störf án þess að missa vinnuna sína þá hef ég ekki heyrt þær kvarta mikið. Sjálfur get ég t.d. vísað til verkfræðinga. Þeir eru ráðnir og reknir eins og hendi sé veifað. Hið sama gildir um iðnaðarmenn af mörgu tagi sem eru oft þeir fyrstu sem missa vinnuna þegar kreppir að en oft ótrúlega duglegir að halda sér á floti þrátt fyrir það. 

Það er í raun gróf mismunun að leyfa sumum, í krafti ríkisvaldsins, að lama fyrirtæki og hreinlega standa í vegi fyrir fólk sem vill fara í vinnuna og jaðrar við að geta kallast ofbeldi. Og því færri sem ríkisvaldið leyfir að beita ofbeldi, því minna verður ofbeldið, ekki satt?


mbl.is „Við verðum að fara að ljúka þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem trúa á drauga geta hætt að lesa. Hinir vita að verðbólgu-Móri er manngerður. Hann hefur ekki einu sinni komis í hið íslenzka draugatal, með Írafellsmóra, Miðfjarðarskottu o.fl. valikunnra. - Þórólfur Matthíasson hagdr. segir blákalt að okurlögin hafi verið afnumin í kringum 1980, af því að þau voru í vegi verð"tryggingarinnar". Verðtrygging nauðsynleg, en ekki falsaður mælikvarði! Hér er skýr, stutt eg einföld grein um verðránið sem íslenskur almenningur (húsnegrar) lætur kúga sig með, og Jóakimar þessa lands kalla verðbólgudraug, og siga í skjóli stjórnvalda, jafn til vinstri og hægri.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 14:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Verðtryggingin er eins og björgunarhringur sem er bundinn utan um stein til að koma í veg fyrir að hann sökkvi. Spurningin er svo hvort er vandamálið: Að hringurinn sé ekki nógu stór, eða að maður sé að láta stein reyna að fljóta.

Í löndum og á tímabilum þar sem peningar hafa ekki verið handbendi stjórnmálamanna, heldur milliliður í viðskiptum sem lítið var hrært við, þá hefur þróunin verið sú að með tækniframförum og betrumbótum í framleiðslu auk söfnunar fjármagns og aukningu á fjárfestingum þá hefur verðlag LÆKKAÐ (sífellt meira í boði í umhverfi nokkuð stöðugrar eftirspurnar til skamms tíma í einu). Tölfræðin sýnir svo að verðlag hefur lækkað hraðar en laun og því leitt til kaupmáttaraukningar.

Gullfótur var góður hlutir, og alveg sérstaklega fyrir fólk á lágum launum eða fastri framfærslu. 

Geir Ágústsson, 28.5.2015 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband