Ríkið taki skrefið alla leið: Afnemi tekjuskatt

Ég legg til að ríkisvaldið haldi áfram að skoða breytingar á innheimtu tekjuskatts í þágu launþega á Íslandi og taki sem fyrst það skref að afnema tekjuskatta með öllu, og í leiðinni tolla, vörugjöld og megnið af launatengdum gjöldum á fyrirtæki.

Það liggur í hlutarins eðli að ef lítil lækkun á tekjuskatti eykur kaupmátt lítið þá leiði mikil lækkun til mikillar aukningar á kaupmætti. 

Ríkisvaldið ætti í leiðinni að koma sér úr ýmsum rekstri sem kostar ríkissjóð stórfé. Aukinn kaupmáttur launþega mun auka getu þeirra til að fjármagna eigin neyslu og þjónustu sem er nú innheimt í gegnum tekjuskatta. Um leið verður til samkeppni þar sem í dag ríkir ríkiseinokun.

(Það er athyglisvert að fylgjast með sumum tala um alltof litla samkeppni á t.d. markaði matvörusölu sem allir geta þó spreytt sig á, en vilja svo í engu hrófla við ríkiseinokunni sem enginn fær staðist.)

Upplagt væri t.d. að draga ríkisvaldið úr rekstri sem verður oftast fyrir áföllum vegna verkfalla opinberra starfsmanna, og koma þeim starfsmönnum á hinn frjálsa markað og þjónustu þeirra í samkeppnisumhverfi.

Þetta tvennt - að lækka skatta um heilan helling og draga ríkisvaldið út úr einhverju af alltof umsvifamiklum rekstri þess - slær því tvær flugur í einu höggi: Eykur kaupmátt neytenda, og bindur enda á verkföll opinberra starfsmanna.

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Kynna breytingar á tekjuskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessu verður aldrei breytt.  Til þss eru of margir með puttana í ríkisbuddunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.5.2015 kl. 15:09

2 identicon

Sæll.

Fínar hugleiðingar.

Menn átta sig heldur ekki á því að með því að lækka skatta aðeins má auka tekjur ríkisins, þeir sem vilja stórt bákn ættu að hafa það í huga.

Annars hef ég aldrei skilið réttlætinguna fyrir því að ríkið megi taka af einstaklingum og fyrirtækjum stóran hluta tekna þeirra? Hvers vegna má ríkið skipta sér að viðskiptum mínum við aðra einstaklinga hvort sem er innan- eða utanlands?

@ÁH: Rétt, þessu verður aldrei breytt af mönnum. Þetta kerfi er hins vegar þannig að það getur ekki staðist ágang efnahagslögmálanna mikið lengur - innan ekki svo margra ára hrynur allt með miklu braki og brestum. Þá verður mikið kaos í löndum með stóran opinberan geira.

Stóra spurningin er: Hvar hefst næsta hrun? Ég sé 3 lönd sem mögulegt ground zero næsta hruns.

Helgi (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband