Augljóst, eđa hvađ?

Ég get ekki mćlt nógu sterkt međ ţessum pistli fyrir ţá sem vilja vita ađeins meira um sögu verkfalla á Íslandi en ţađ sem blasir viđ frá degi til dags núna. Pistillinn setur líka verkfallaumrćđuna á Íslandi í dag í ađeins stćrra samhengi. 

Ţar segir međal annars:

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms beiđ afhrođ í síđustu kosningum. Síđan ţá hafa margir úr fyrrum stjórnarliđinu dúkkađ upp í verkalýđsfélögunum. Ţórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi alţingismađ­ur og ráđherra Samfylkingarinnar, í BHM, Ólafía B. Rafnsdóttir, kosningastjóri Árna Páls Árnasonar í formannskjöri Samfylkingarinnar áriđ 2012, í VR, Drífa Snćdal, fyrrum varaţingmađ­ur og framkvćmdastjóri Vinstri grćnna, í Starfsgreinasambandinu. Óđinn veltir fyrir sér hvort ţetta ágćta fólk ćtli ađ sćra ríkisstjórnina í pólitískum leik á kostnađ launţega.

Á öđrum stađ segir, í svipuđum dúr:

Ţađ fer ekki framhjá neinum ađ vinsćldir ríkisstjórnarinnar eru í algerri lćgđ og er jafnvel talađ um ađ lögđ verđi fram vantrauststillaga. Međ ţví ađ keyra fram verkföll og illindi á vinnumarkađi má ganga langt til ađ ţurrka út ţann bata sem ţó hefur orđiđ í íslensku efnahagslífi og grafa ţar međ enn frekar undan ríkisstjórninni.

Ég hef ekki séđ neitt svar viđ hugleiđingum af ţessu tagi og ćtla ađ leyfa mér ađ túlka ţögnina sem vandrćđalegt samţykki. Kannski verđur forsćtisráđherra svarađ, en miđađ viđ reynsluna fćr hann líklega ekki neitt málefnalegt til ađ mođa úr (og getur stundum veriđ ómálefnalegur sjálfur og skal ţá kannski ekki undra ađ honum sé svarađ međ upphrópunum frekar en andsvörum). 

Verkalýđshreyfingin á Íslandi ćtlar ađ sópa allri reynslu og sögu og jafnvel skilningi á gangverki hagkerfis undir teppiđ og endurtaka grimman leik ţar sem launafólk er notađ eins og peđ í baráttu stjórnmálamanna um völd. Blasir ţetta ekki viđ?


mbl.is Nýtt stöđu sína í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ hefur nú alveg gerst áđur ađ lömbin hafi sjálf séđ um slátrunina.

http://en.wikipedia.org/wiki/Jonestown

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 24.5.2015 kl. 14:35

2 identicon

Ţađ er eitthvađ mikiđ ađ í íslensku ţjóđfélagi ef verkföll eru ónýt tćki til ađ knýja á um kjarabćtur. Ţeir sem halda ţví fram eru í raun ađ segja ađ launţegar verđi bara ađ sćtta sig viđ ţađ sem ađ ţeim er rétt. Ađ ekki sé hćgt ađ lifa af ţví skiptir ekki máli.

Ef ţetta er rétt mat eins og nú stendur á ber ríkisstjórnin alla ábyrgđina. Fé sem hefđi veriđ hćgt ađ nýta međal annars í launahćkkanir opinberra starfsmanna hefur veriđ sólundađ í lćkkun veiđigjalda, afnám auđlegđarskatts og fleiri ívilnana til hinna  betur settu.

Ţađ er auđvitađ algjörlega fráleitt ađ fólk fái rétt rúmlega 200.000 (fyrir skatta) fyrir fulla dagvinnu og háskólamenntađ fólk fái jafnvel laun vel undir 300.000. Ţađ er bráđnauđsynlegt ađ hćkka ţessar upphćđir verulega.

Margar atvinnugreinar geta vel hćkkađ laun án ţess ađ ţađ fari út í verđlagiđ. Ţar á međal er sjávarútvegur og álvinnsla. Jafnvel launahćkkun í ferđaţjónustu hefur lítil áhrif til hćkkunar á útgjöldum Íslendinga  Ţađ er kominn tími til ađ ţessar greinar skili meiru til ţjóđarbúsins.

Veruleg launahćkkun til almennings bćtir hag fyrirtćkja sem njóta góđs af ađ fólk hefur meira úr ađ spila en áđur. Ţađ er ţví alveg óvist um ađ verđbólga aukist vegna verulegra launahćkkana ţrátt fyrir allt.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 24.5.2015 kl. 22:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Lastu ţessar litlu greinar sem ég vísa í í fćrslunni? 

Geir Ágústsson, 25.5.2015 kl. 12:12

4 identicon

Efnahagslegur bati er ekki vegna ríkisstjórnarinnar heldur ţrátt fyrir hana. Skýringin á batanum er einkum gífurleg aukning erlendra ferđamanna og makrílafli. Gengisţróun krónunnar hefur einnig veriđ hagstćđ vegna hafta.

Ríkisstjórnin hefur veriđ ađ láta hina best settu njóta efnahagsbatans í miklum mćli en almenning nánast ekki neitt og hina tekjulćgstu alls ekki. Ţetta sćttir fólk sig ekki viđ og vill eđlilega fá sinn skerf af batanum.

Ef ţessir gífurlegu fjármagnsflutningar til hinna best settu af hálfu ríkisstjórnarinnar hefđu ekki átt sér stađ hefđi fólk eflaust sćtt sig viđ hóflegar hćkkanir og viljađ nota batann td til ađ greiđa niđur skuldir og bćta heilbrigđisţjónustuna. En ţađ er búiđ ađ sólunda fénu í annađ.

Međ yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ađ veruleg launahćkkun muni ekki skila sér vegna verđbólgu og/eđa skattahćkkana eru málin komin í illleysanlegan hnút.

Ţađ lýsir vel ástandinu á stjórnarheimilinu ađ fjármálaráđherra skuli lýsa ţví yfir ađ ţađ sé forgangsmál ađ lćkka skatta á álfyrirtćki sem allavega sum hver munu ţá greiđa engan eđa nánast engan skatt.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 25.5.2015 kl. 16:39

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Ţeir eru fleiri sem hrćra í grautnum:

http://www.vb.is/frettir/117397/

(Í stuttu máli: Selja fyrir slikk kröfur á hendur Íslendinga í hendur útlendinga.)

Auđvitađ réttlćtir flenging eins á einum apa ekki réttlćtingu annars á öđrum apa, en ţú ert alveg einstaklega einbeittur á ađ nefna suma flokka en ekki ađra í skammarrćđum ţínum. En ţá ţađ. 

Geir Ágústsson, 28.5.2015 kl. 15:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband