Ein tölva eða tíu lögfræðingar?

Hvernig stendur á því að ríkisvaldinu tekst oftar en ekki verr að hagræða en einkaaðilum? Fyrir því eru auðvitað margar ástæður. Það er erfitt að reka ríkisstarfsmenn, þeir verða að vinna innan fyrirfram skilgreindra regluramma (af góðum ástæðum), og stjórnendur eru að eyða annarra manna fé, svo dæmi séu tekin.

Ríkisvaldið sóar því gríðarlegu fé og það er engum í hag nema þeim sem sitja við spenann á ríkisgyltunni og drekka þar úr vösum skattgreiðenda.

Á einum stað er sagt:

Ein tölva myndi leysa af hólmi tugi ríkisstarfsmanna.

Ef rétt er þá er ekki eftir neinu að bíða, eða hvað?

Jú, það er eftir mörgu að bíða.

Í fyrsta lagi mun enginn stjórnmálamaður þora að pota í það býflugnabú sem hagsmunasamtök opinberra starfsmanna er.

Í öðru lagi verður svona hugmyndum fundið allt til foráttu. Það verður fullyrt að allt fari til fjandans, að heilsu og öryggi fólks verði ógnað, að mikil óvissa skapist, og svona mætti lengi telja.

Í þriðja lagi mun kerfið sjálft bregðast við með ýmsum hætti: Framkvæmdir dragast á langinn, málið svæft í nefndum og starfshópum, innleiðingarferlum klúðrað með miklum kostnaði, uppsagnir tafðar, og svona mætti lengi telja.

Hugmyndin er góð, en hún er því miður dauðadæmd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein ástæðan fyrir miklu fylgi Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin er að margir stuðningmenn hans hafa getað treyst á að þeim verði umbunað persónulega fyrir stuðninginn.

Starf eða bitlingur hjá ríkinu er þar ofarlega á lista yfir endurgjald. Þeir sem verða fyrir vonbrigðum spyrja af vandætingu: hvað hefur flokkurinn gert fyrir mig?

Þannig verða til óþörf störf. Til að komast upp með það er eftirlit haft í lágmarki og talað af fyrirlitningu um "eftirlitsiðnaðinn".

Til að koma í veg fyrir slíkar ráðningar þarf að minnka völd ráðherra ofl og koma á ferli sem kemur í veg fyrir slíka spillingu. Einnig þarf að auka fjárveitingar til ríkisendurskoðanda,

Spillingin minnkar þó ekki með einkarekstri eða einkavæðingu. Þvert á móti eykst svigrúmið til að færa fé frá ríkinu til samherja sem eru valdir til að taka að sér reksturinn.

Auk þess þarf starfsemin að skila góðum hagnaði sem gengur til eigendanna sem arður. Þannig verður einkarekstur og einkavæðing skattgreiðendum dýrari og verri eins og dæmin sanna.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 14:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo... engin tölva?

Geir Ágústsson, 22.5.2015 kl. 04:53

3 identicon

Að mati ráðandi afla er það eflaust mikill galli við tölvur, sem koma í staðinn fyrir fólk, að það minnkar möguleika á að afla atkvæða með misnotkun á valdi.

Þess vegna blasir við fylgistap með aukinni tölvuvæðingu hjá þeim flokkum sem helst hafa gert út á þetta, þeas Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Ein leið til að draga úr slíkri spillingu og sóun er að efla starfsemi Ríkisendurskoðunar. Það er hins vegar í andstöðu við vilja ríkisstjórnarflokkanna sem eins og við mátti búast vilja starfsemi Ríkisendurskoðunar sem minnsta.

Því miður er allt of stór hópur sem treystir á persónulega umbun frá Sjálfstæðisflokki eða Framsókn fyrir atkvæði sitt. Meðan það breytist ekki hjökkum við áfram í sama farinu og drögumst enn meir aftur úr nágrannaþjóðunum.

Annars er vafasamt að segja upp stórum hópi fólks á einu bretti í nafni hagræðingar. Best væri að fækkun starfsfólks ætti sér stað smám saman, helst þannig að engum verði sagt upp heldur aðeins sleppt að ráða í þau störf sem losna. Góðir hlutir gerast hægt.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 11:58

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bíd spenntur eftir útspili VG og Samfylkingar hér og í skyldum málum.

Geir Ágústsson, 23.5.2015 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband