Vinstrimenn geta enn komið mér á óvart

Vinstrimenn geta ennþá komið mér á óvart. Steingrímur J. útilokar ekki einkaframkvæmd á einhverju, sem út af fyrir sig er stórmerkilegt. Má núna græða á sölu vegaaðgengis? Er það ekki frekar ósanngjarnt gagnvart félitlum ferðalöngum? Nei, svo virðist ekki vera að þessu sinni. Góð tíðindi það fyrir íslenska ökumenn!

Annað sem kom mér á óvart á hinum íslenska vinstrikanti er að Katrín Anna, yfirfemínisti Íslands, sýnir skilning á því að til að koma einhverju í framkvæmd er líklega best að gera það sjálfur í stað þess að biðla og betla til annarra í sífellu (verst að þessi skilningur nær ekki til hefðbundinni feminískra hugmynda hennar). Katrín þessi dagdreymir a.m.k. um að framleiða páskaegg úr dýru súkkulaði og semja sjálf málshættina í þau, en þó ekki fyrr en hún er orðin rík. Vonandi þá rík á viðskiptalegum forsendum en ekki á kostnað skattgreiðenda.

Óvæntasta útspil vinstrimanns að þessu sinni hlýtur samt að vera þessi grein um loftslagsbreytingar og -vísindi. Yfirvegun og hófsemi einkennir skrifin, og endað á orðum sem oft tapast í allri þvælunni sem einkennir umræðuna: "Allur er varinn góður - en heimsendaspár gefast seint vel." Vel mælt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð og fróðleg skrif munu sennilega rata hingað, til hamingju með enn eina síðuna kæri vinur.

Fjóla Einarsdóttir, stjórnmálafræðingur (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kæri samfélagssérfræðingur.

Það má sannarlega segja að svona komi á óvart. Hitt líka að ekki skiptir miklu hvort hægri eða vinstri sé að ræða. Svona er á alla kanta.

(Óflokksbundinn).

Varðandi vegaframkvæmdir, þá hefur ríkið staðið sig með ágætum, þannig séð, svo sem. Það eru ekki nema 33 ár síðan hringveginum var lokað og allt þá var möl og ryk. Miðað við vegaframkvæmdir síðan eru Hvalfjarðargöng mikilvægur en í nokkuð smár þáttur sem frekar augljós hagræðing (stytting) var í. Man einhvern afturhaldssegg frá miðjum 9. áratug að gera grín að komandi göngum þannig að einhverjir ætli virkilega að reyna að bora GAT undir Hvalfjörð.

Ólafur Þórðarson, 7.4.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sú trú að breyting á hlutfalli minniháttar gróðurhúsalofttegundar geti valdið stórkostlegum áhrifum á lofthjúpi jarðar er furðuleg og tilheyrir öllu stjórnmálalitrófi þeirra sem treysta meira á ríkisvaldið en sjálfa sig. Rétt athugað það.

Vegir eru bara þjónusta og varningur eins og allt annað og engin sérstök ástæða fyrir því að ríkið sjái um að rukka okkur og síðan veita frekar en að ríkið eigi að framleiða og selja páskaegg sem mörgum finnst svo nauðsynleg. Þetta með að halda uppi lögum og reglu hefur ekki tekist nógu vel hjá ríkinu og kannski ráð að einbeita sér að því verkefni áður en fólki er sagt hvaða leið frá A til B sé best að malbika og hverjir (aðrir en ökumenn) eigi að borga brúsann.

Geir Ágústsson, 8.4.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband