Handtekinn?

Ekki er leyfilegt að rækta hvaða plöntur sem er á Íslandi. Hvað gerist þá þegar um er að ræða vinsælar plöntur sem mikil eftirspurn er eftir? Ræktun þeirra flýr í heimahús og kjallara (auk sveitabæja um allt land). Ég vissi samt ekki að menn væru að rækta þetta í íbúðum sínum í fjölbýlishúsum. Útsjónarsemin á sér greinilega fá mörk!
mbl.is Kviknaði í út frá flúrlampa sem notaður var við kannabisræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já svona plöntur og efnið úr þeim vilja margir setja á frjálsa markaðskerfið, hvað finnst þér um slíkt? (Að það lækki glæpatíðni).

Annars er fréttin svoldið skondin því það hefði alveg eins getað kviknað í út frá fiskabúrslampa. Þá þyrfti bara að tala um reyktann fisk? ;- )

Flúorlampi sem kviknaði kom upp um kannabisræktun.

Ólafur Þórðarson, 7.4.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sé ekki að ég eigi að hafa nokkra skoðun á því hvað fólk setur í eigin skrokk og hvort einhverjir eru til í að útvega hvað sem það er sem einhver vill sprauta sig með, borða, reykja eða sjúga. Lækkun glæpatíðni kemur sjálfkrafa í hvert sinn sem við hættum að skipta okkur af því hvað fólk borðar eða drekkur. 

Geir Ágústsson, 7.4.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband