Fimmtudagur, 13. nóvember 2014
Hvađ međ einkaspítala?
Mikiđ er rćtt um byggingu nýs ríkisspítala ţessi misserin. Flestir gera sér grein fyrir ţví ađ slíkt er međ öllu óraunhćf framkvćmd eins og stađan er í dag. Ríkisvaldiđ er einfaldlega of skuldsett og er međ alltof margt á sinni könnu. Hvergi virđist mega skera niđur eđa forgangsrađa upp á nýtt án ţess ađ allt verđi brjálađ. Engin leiđ er ađ finna fjármuni fyrir svona framkvćmd ţegar ţađ er stađan.
En hvađ međ ađ breyta lögum og rekstrarumhverfi heilbrigđis- og tryggingakerfisins á Íslandi ţannig ađ einkaspítali gćti orđiđ raunhćf framkvćmd? Ţá meina ég spítala sem einkaađilar reka međ ţađ ađ leiđarljósi ađ skila hagnađi sem rennur í eigin vasa.
Slíkir spítalar finnast á öllum Norđurlöndunum nema á Íslandi og bjóđa upp á ljómandi valkost viđ biđrađirnar á ríkisspítalana. Rekstrargrundvöllur ţeirra byggist á tvennu: Heilbrigđitryggingum (sem fólk kaupir sjálft eđa fćr í gegnum atvinnuveitanda sinn), og beinum greiđslum úr vösum sjúklinga.
Slíkur spítali gćti togađ efnađ fólk eđa vel tryggt út úr röđunum á ríkisspítalana og stytt ţćr sem ţví nemur. Efnaminna fólk kemst ţví fyrr ađ hjá ríkislćknunum.
Slíkur spítali gćti bođiđ útlendingum upp á góđa heilbrigđisţjónustu á Íslandi í samkeppni viđ erlenda einkaspítala og stuđlađ ađ ţví ađ draga lćkna til Íslands međ sína ţekkingu og menntun, sem gćti e.t.v. skilađ sér í fyrirlestrum sömu lćkna í Háskóla Íslands. Ísland hefur alla burđi til ađ verđa paradís fyrir útlenda en lasna auđmenn. Í kringum ţađ gćti byggst heill iđnađur af endurhćfingarhótelum og öđru eins sem viđ getum lesiđ um í Taílandi og Indlandi.
Slíkur spítali gćti líka bođiđ upp á eitthvađ annađ en ríkisspítalarnir, t.d. framsćknar ađferđir viđ erfiđum sjúkdómum sem er ekki pláss fyrir á ríkisspítölunum. Góđgerđarsamtök eđa frjáls framlög gćtu gert mörgum í neyđ kleift ađ njóta ţessarar ţjónustu án ţess ađ yfirgefa landiđ.
Ríkisvaldiđ gćtu svo smátt og smátt komiđ sér út úr beinum rekstri heilbrigđisţjónustu međ ţví ađ senda sjúklinga í eins konar útbođ ţar sem greitt er fyrir ađ lćkna sjúklinga. Ekki ţarf ađ leita langt eftir fordćmi: Í Svíţjóđ hefur slíkt veriđ viđ lýđi í mörg ár og ţar er blómlegur markađur fyrir einkarekna heilbrigđisţjónustu.
Ađ enginn hafi enn nýtt sér hátt menntastig, góđar flugsamgöngur og hreina náttúru Íslands til ađ stofna umfangsmikla heilbrigđisţjónustu í einkarekstri segir mér eitt: Ríkisvaldiđ flćkist hér fyrir, eins og á svo mörgum öđrum sviđum.
Greiđa ţarf af lánunum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.