Saga um kaupgleði

Mér var einu sinni sögð saga af manni sem hafði verið staddur í raftækjaverslun á því sem hann hélt að væri venjulegum degi. Honum fannst hins vegar vera mjög mikið að gera í versluninni - hún var troðfull af fólki og allir að kaupa.

Maðurinn fann starfsmann í versluninni og spurði hvers vegna væri svona mikið að gera. Ekki væru jól í nánd. Venjulegur útborgunardagur dugði ekki til að réttlæta örtröðina í versluninni að því er manninum fannst.

Afgreiðslumaðurinn sagði að vaxtabætur hefðu verið greiddar út þennan daginn. Það væri því meira að gera núna en fyrir jól og raunar alla aðra daga. 

Vaxtabætur!

Sem sagt, bætur sem fólk fær frá ríkinu því það tók lán og borgar vexti (sem leiða svo til aukinnar eftirspurnar eftir lánum og þar með hærri vaxtakröfu frá bönkunum og því eins konar útborgunardagur fyrir þá líka).

Nú er viðbúið að eitthvað slíkt eigi sér stað vegna hinnar svokölluðu leiðréttingar. Skatturinn er okkur hulinn. Ávinningurinn er hins vegar sýnilegur strax. 

Ríkisvaldið er skondið fyrirbæri sem hefur áhrif á hegðun okkar. 


mbl.is Leiðrétting auki kaupgleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn skyldaður til að lesa Mein Kampf. Það gerir samt bókina ekkert minna ógeðslega.

Refsarinn (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 17:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mein Kampf er eflaust mjög ógeðsleg bók, a.m.k. hafa tilvitnanir sem ég hef séð úr henni bent til þess.

Velferðarkerfið er samt ógeðslegt á svo lúmskan hátt. Það gerir fólk að þurfalingum. Ríkisvaldið hirðir allt að því helming launa okkar, auk virðisaukaskatts, tolla, opinberra gjalda og hvaðeina, og segist ætla að fjármagna menntun, vegi, sjúkrahús og fleira fyrir peninginn, auk bóta til hinna og þessara. 

Fólk bítur á agnið því það hefur verið þjálfað af menntakerfi hins opinbera fram barnæsku til að taka þátt í þessu ævintýri gagnrýnislaust.

Geir Ágústsson, 13.11.2014 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband