Tillögur

Ríkisstjórnin vinnur að tillögum sem ætlað er að taka á þeim vanda sem til staðar er á leigumarkaði hér á landi. Þetta sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingflokksformanni Samfylkingarinnar.

Mjög gott.

Ég er með nokkrar tillögur í þessu samhengi.

1) Lækka eða afnema fjármagnstekjuskatt af leigutekjum:

Leigjendur fá meira í vasann. Fleiri byrja að breyta aukaherbergjum og kjöllurum í leiguhúsnæði til að krækja í auknar tekjur. Framboð af leiguhúsnæði eykst. Verð á leiguhúsnæði lækkar. Leigjendur halda eftir meira í vasanum.

2) Minnka lögbundnar kröfur á leiguhúsnæði:

Eftir því sem er auðveldara að gera húsnæði að útleiguhúsnæði, því meira verður framboð af því. Leigjendur eiga sjálfir að vega og meta hvað þeir vilja að tilheyri leiguhúsnæði sínu og vega það og meta á móti upphæð húsaleigunnar. 

3) Koma hinu opinbera út af leigumarkaðinum:

Þegar hið opinbera niðurgreiðir leiguhúsnæði í samkeppni við einkaaðila er tvennt sem gerist: Útleigjendur þurfa að keppa við ríkisvaldið og mistekst það oft, og skattar eru hærri en þeir þyrftu að vera sem dregur úr kaupmætti leigjenda. Það, sem ekki sést, er að framboð á leiguhúsnæði er minna en það væri ef ríkisvaldið væri ekki á þessum markaði.

Ég er líka með tillögur sem draga enn frekar lífið úr leigumarkaðinum, svona ef menn vilja stefna að því:

A) Viðhalda núverandi skattheimtu af leigutekjum:

Bara svona til að gera það sem óarðbærast að bjóða upp á leiguhúsnæði.

B) Setja þak á húsaleigu:

Bara svona til að koma fjárfreku leiguhúsnæði af markaði, t.d. því í eldri byggingum.

C) Bæta við opinberu/niðurgreiddu leiguhúsnæði:

Markaðurinn er lélegur í dag en gæti orðið verri. Þetta eykur líka völd stjórnmálamanna og það kunna þeir vel við.

Ekki satt?


mbl.is Aðgerðir vegna leigjenda fyrirhugaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reikna með að A,B og C verði ofaná. Framsóknarflokkurinn rústar reglulega fjármálastöðugleika með loforðum til að komast til valda.

Brynjar (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 15:22

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann lætur ekki staðar numið við það. Hann varði meirihlutastjórn vinstriflokkana á sínum tíma og lætur atkvæði í té eða skilar auðu nánast í hvert einsta skipti sem slæmt frumvarp liggur fyrir Alþingi.

Geir Ágústsson, 13.11.2014 kl. 18:37

3 identicon

Ef þér líður ílla Geir, þá finnst mér þú eiga það skilið.

Refsarinn (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 13:25

4 identicon

Sæll.

Tillögur þínar eru fínar en í þær vantar þó eitt. Það er staðreynd að nánast vonlaust er að losna við fólk sem borgar ekki úr eign. Fólk getur komist upp með að greiða ekki mánuðum saman og búa frítt í húsnæði vegna laga og reglna sem vernda leigjendur. Ég þekki dæmi þess að maður nokkur bjó í herbergi og skuldaði um 9 mánaða leigu þegar loksins var hægt að koma honum út. Þetta var fyrir ca. 2 árum. Merkilegt nokk, sá sem leigði herbergið út er ekki með það í útleigu núna. Hann er án efa ekki einn um það. Þessu þarf að breyta, bæði leigjendur og leigusalar myndu græða á því.

Svo væri hægt að skemma leigumarkaðinn enn frekar ef hið opinbera tæki að sér að ákveða verð á leiguhúsnæði eftir einhverri formúlu, t.d. eftir fermetrafjölda. Það væri leið D.  

Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 08:59

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Góð ábending! Það er alltof erfitt að losna við erfiða leigjendur. Það heldur örugglega aftur af mörgum og er raunar óskiljanlegt að menn þurfi hálfpartinn að gefa eftir eignarétt sinn bara af því að einhver annar óskaði eftir því, gegn greiðslu, að fá að flytja inn á eignina. 

Geir Ágústsson, 17.11.2014 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband