Unga fólkið sent heim úr vinnu

"Eftirlit með svartri atvinnustarfsemi" hefur á sér margar hliðar. Ein er sú að verið sé að fylgja lögum og tryggja að allt sem lög segja að eigi að vera skattlagt sé skattlagt að fullu. Með því eru "tekjur ríkisins" gerðar svipað miklar og áætlanir ríkisvaldsins segja til um.

Önnur og öllu myrkari hlið er sú að ýmis störf eru lögð niður og fólkið sem vinnur þau sent heim í atvinnuleysi. Fyrirtæki þurfa alltaf að vega og meta hvaða starfsfólk þau þurfa á að halda og hvað það má kosta. Skattur er svo hár á Íslandi að mörg störf yrðu aldrei til ef þau væru að fullu skattlögð. Tökum dæmi:

Fyrirtæki gæti bætt við sig starfsmanni sem gæti aukið verðmæti framleiðslunnar um 2000 kr. á hverja vinnustund. Starfsmaður kemur inn og biður um 1500 kr. á klukkustund. Ofan á það koma lífeyrissjóðsgreiðslur (sem ríkisvaldið tekur að láni og gerir að ríkisskuldum), skattar og ýmis launatengd gjöld. Starfsmaðurinn kostar fyrirtækið meira en 2000 kr. á tímann. Hann er ekki ráðinn nema gegn því að "vinna svart". Skattstjóri mætir á svæðið og "upprætir" hina svörtu atvinnustarfsemi. Starfsmaðurinn fer heim. Fyrirtækið framleiðir minna en það gerði áður. Starfsmaðurinn fer á atvinnuleysisskránna svokölluðu.

Í stað þess að "uppræta" svarta atvinnustarfsemi á að lækka alla skatta og afnema skylduáskrift að lífeyrissjóðum. Launaseðlar eiga að samanstanda af fjórum línum (fyrir utan bónusa, kostnað vegna hádegismats og þess háttar): Laun, útsvar til sveitarfélagsins, skattur til ríkisvaldsins og útborguð laun. 

Lægri skattar og einfaldara skattkerfi fer langa leið í átt að útrýmingu "svartrar" atvinnustarfsemi. Embætti ríkisskattstjóra mætti um leið skera niður í eitt starfsígildi og þannig mætti spara enn frekar og lækka skatta enn meira.  

Engum er greiði gerður með því að senda fólk heim úr vinnunni og minnka verðmætasköpun fyrirtækja.  


mbl.is Ástandið heldur betra en áður var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband