Hvað með að fjarlægja skiltið?

Er erfitt að fá bílstjóra til að virða stöðvunarskyldu? Eru langar raðir við umferðarljós að tefja marga bílstjóra? 

Hvað með að fjarlægja umferðarskiltin og götuljósin?

Það hefur verið gert víða í Evrópu og hefur leitt til betra flæðis í umferðinni og jafnvel færri umferðaróhappa. Um þetta má lesa víða, t.d. hér. Að sögn flyst þá athygli bílstjóra frá ljósum og skiltum og að umferðinni og öðrum bílum og vegfarendum. Umferðin flæðir betur og slysum og óhöppum fækkar.

Boða-og-bann-menningin er vinsæl. Hugmyndin er sú að með því að beina athygli bílstjóra að skiltum og ljósum megi fá umferðina til að ganga betur fyrir sig. Mörgum finnst raunin vera önnur þegar umferð er borin saman við svæði þar sem skilti eru fá og umferðarljós engin.

Mér dettur kannski í hug að skrifa meira um þetta seinna, en í bili læt ég mér nægja að benda á þessa litlu frétt.  


mbl.is Nærri helmingur braut umferðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hraðhindranir við umferðaljós er líka sér-Reykvíkst fyrirbæri sem mun líklega bara fjölga næstu fjögur árin. 

Að bílaumferð flæði áfram óhindrað er bara BANNAР

Grímur (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband