Skatt'svik' hafa marga kosti

(Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég vil ekki hvetja neinn til að fremja lögbrot né lýsa yfir stuðningi við lögbrot í sjálfu sér. Minn punktur verður sá að það sem er í dag kallað lögbrot, t.d. skattsvik, hafa ýmsa kosti í för með sér.)

"Skattsvik" eru framin innan ferðaþjónustunnar. Kemur það á óvart?

Ferðaþjónustan er sá atvinnuvegur sem vex hvað mest þessi misserin á Íslandi. Hvernig stendur á því?

Íslensk ferðaþjónusta er af fullum krafti að aðlaga sig að þörfum ferðamanna til að laða þá að sér. Boðið er upp á allskonar þjónustu og ferðir og allskyns tegundir "upplifunar". Gistihús eru reist, aðstaða er byggð og úrval af öllu aukið.

Þetta er mjög lifandi iðnaður og fyrir vikið hefur verið hægt að bjóða upp á meira og meira fyrir fleiri og fleiri, að því marki að mörgum finnst nú nóg um alla ferðamennina.

Þetta er hægt meðal annars af því að fólk tekur áhættu. Það leggur fé sitt undir og vonar að fjárfestingin skili arði. Hrós til þeirra sem fjárfesta og taka áhættu!

Þetta er líka hægt af því að margir taka áhættu gagnvart yfirvöldum. Fólk opnar gistiheimili en á meðan reksturinn er að komast á laggirnar er e.t.v. tekið meira við reiðufé en kortum og virðisaukaskattur kannski látinn eiga sig. Ég er viss um að margur reksturinn í kringum íslenska ferðaþjónustu væri dauðadæmdur ef skattþunginn legðist á hann af fullum þunga.

Ferðaþjónustan á Íslandi er að draga að sér fleiri og fleiri ferðamenn sem taka með sér meira og meira fé og á því græða flestir á Íslandi, þar á meðal stjórnmálamenn. Væri það raunin ef ferðaþjónustan greiddi alla skatta af öllu í topp?  

Ég spyr mig. 

Kannski er lausnin svo ekki að senda fleiri og fleiri jakkafataklædda embættismenn frá höfuðborginni útá land til að opna hverja hirslu og leita að "ótöldum tekjum". Kannski eru skattar bara of háir og kæfandi! Kannski er ferðaþjónustubóndinn duglegur að bjóða upp á þjónustu og kann að byggja flotta aðstöðu en drukknar fljótlega þegar pappírsflóðinu er hellt yfir hann. Kannski þarf hann hjálp. Kannski er besta hjálpin sú að einfalda kerfið og lágmarka skaðann af skattheimtunni með minnkun hennar.  


mbl.is Umtalsverð skattsvik í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því að við þurfum að einfalda regluverk og pappírsflóðið.... og LÆKKA SKATTA.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband